Bókagjöf til leikskólanna

Skóli og frístund

""

Höfundar og útgefendur bókarinnar Vinir Elísu Margrétar hafa gefið öllum leikskólum borgarinnar eintak af bókinni, sem gefin var út til minningar um þriggja ára stúlku sem lést út heilasjúkdómi fyrir þremur árum. 

Höf­und­ar bók­ar­inn­ar eru bræðurn­ir Nökkvi Fjal­ar og Jó­hann Fjal­ar en bók­in er einnig prýdd fal­leg­um teikn­ing­um eft­ir Ing­unni Kristjáns­dótt­ur, móður­syst­ur Elísu Mar­grét­ar. Allur ágóði af sölu þessarar bókar hefur runnið til Barnaspítala Hringsins. 

Elísa Margrét fæddist með heilasjúkdóm sem heitir Lissencephaly og var hún fjölfötluð og lærði ekki að tala á sinni stuttu ævi. Foreldrar hennar og velunnnarar stóðu að útgáfunni ásamt höfundum. Þeir vildu að reykvísk leikskólabörn fengju bókina til að læra um margbreytileika mannlífsins og vináttuna og komu þeir á fund leikskólastjóra í vikunni og fylgdu gjöfinni úr hlaði. Eru þeim færðar þakkir fyrir höfðinglega gjöf.