Blómsveigur lagður að leiði Bríetar á kvenréttindadaginn

Stjórnsýsla

""

Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar lagði blómsveig að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í morgun 19. júní en dagurinn er baráttudagur íslenskra kvenna.

Hátíðleg athöfn fór fram í Hólavallakirkjugarði þar sem Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar hélt ávarp og Karen Lind Harðardóttir flutti nokkur lög.

Bríet Bjarnhéðinsdóttur átti ríkan þátt í að koma á réttarbótum hjá íslenskum konum og efla lýðræði í landinu. Hún átti stærstan þátt í að hrinda af stað fyrstu bylgju kvenréttindabaráttunnar hér á landi fyrir lágmarksréttindum, svo sem kosningarétti, kjörgengi og rétti til menntunar og atvinnu.

Á hverju ári er safnast saman í Hólavallagarði og Bríetar minnst en fæðingardagur hennar er líka baráttudagur íslenskra kvenna. Á þessum degi nota konur tækifærið og minnast þeirra áfanga sem náðst hafa í kvenréttindabaráttu á Íslandi. Bríet lést í Reykjavík árið 1940.  

Það má lesa meira um Bríeti og kosningarétt kvenna á heimasíðu Kvennasögusafns.