Bjartsýni á fjölsóttum uppbyggingarfundi

Atvinnumál Framkvæmdir

""

„Borgin er í forystu í húsnæðismálum,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, en farið var yfir stöðuna á fasteignamarkaði á fjölsóttum fundi í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun.

Árið 2018 er metár í byggingu nýrra íbúða í Reykjavík en hátt í 5.000 íbúðir eru á framkvæmdastigi í dag samkvæmt upplýsingum sem borgarstjóri kynnti á fundinum. Stærstu einstöku uppbyggingarsvæðin eru Hlíðarendi með 780 íbúðir, Vogabyggð II með 776 íbúðir, Efstaleitið með 360 íbúðir og Kirkjusandur með 300 íbúðir.

Ennfremur fór borgarstjóri yfir hvar búið er að samþykkja deiliskipulag en það eru rúmlega 3.300 íbúðir og að auki eru lóðir fyrir rúmlega 7.500 íbúðir í skipulagsferli. Þessu til viðbótar eru til skoðunar þróunarsvæði fyrir rúmlega 5.000 íbúðir.

Óhætt er að segja að bjartsýni hafi ríkt á fundinum. Kynning borgarstjóra er nú aðgengileg á vef Reykjavíkurborgar, sem og upptaka af honum.

Á fundinum var einnig kynnt samantekt Capacent um stöðu og horfur á fasteignamarkaði. Sjá nánar í frétt.

Nánari upplýsingar og tengdar fréttir: