Birkimelur í nýjan búning

Betri hverfi Framkvæmdir

""

Birkimelur hefur nú verið færður í nýjan búning. Búið er að endurnýja göngu- og hjólastíg vestan megin götunnar og lýsing endurnýjuð beggja megin.

Í fyrra kom fram hugmynd í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt um að endurnýja gangstéttina og gera hjólastíg við Birkimel. Hugmyndin hlaut brautargengi í kosningunum og var kosin til framkvæmda.

Umhverfis- og skipulagsráð ákvað að bæta um betur og endurnýja lýsingu við götuna og leggja breiða göngu- og hjólaleið. Meðal annars voru biðstöðvar Strætó færðar til og hæðarmunur við blokkirnar sem standa við götun jafnaður til þess að bæta aðgengi og til þess að stígurinn rúmaðist sem best. Þá var bætt við gróðri, sett niður stofntré og fegrað í kringum stígana. Nóg pláss er nú fyrir gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur auk þess sem öryggi allra vegfarenda hefur batnað. Hámarkshraði hefur einnig var lækkaður úr 50 km/klst. í 30 km/klst.