Bílaumferð á nýjan leik um Tryggvagötu

Framkvæmdir Samgöngur

""

Tryggvagata verður opnuð fyrir bílaumferð frá Lækjargötu á nýjan leik um hádegi í dag eftir endurgerð götunnar, en gatan hefur eingöngu verið opin gangandi umferð frá því um miðjan desember.

Tryggvagata verður einstefnuakstursgata til vesturs frá Lækjartorgi að Pósthússtræti eða Bæjartorgi.

Framkvæmdir við endurgerð Tryggvagötu og Bæjartorgs hófust síðasta sumar og miðuðu að vistlegri götumynd með trjám, auk þess settar voru hitalagnir í gangstéttar.  Framkvæmdum við Steinbryggju verður haldið áfram í vor, en þeim var frestað vegna gömlu steinbryggjunnar sem liggur undir götunni. Ákveðið var að endurskoða hönnun á þeim kafla og gera steinbryggjuna sýnilega.

Nánari upplýsingar: