Besta kosningaþátttaka til þessa

Umhverfi Stjórnsýsla

""

Hverfið mitt 2019.  Teknar hafa verið saman niðurstöður kosninga um framkvæmdir í hverfum borgarinnar. Kosið var á vefsvæðinu hverfidmitt.is og lauk kosningum 14. nóvember.

Þátttaka í kosningum nú er sú besta til þessa, en 12,5% íbúa 15 ára og eldri greiddu atkvæði.  Alls kusu 13.608 íbúar en á kjörskrá í ár voru 108.422 Reykvíkingar. Besta kjörsóknin var í Grafarholti-Úlfarsdárdal en þar kusu 17,8% íbúa á kjörskrá.

Konur eru fimmta árið í röð í meirihluta þeirra sem kjósa eða 60,54% og þátttaka þeirra er meiri í öllum hverfum. Konur í Grafarholti og Úlfarsárdal eru kvenna virkastar, en þar tók 21,9% kvenna á kjörskrá þátt.

Kjörsókn er mjög breytileg eftir aldri. Best var hún í aldursflokknum 31 – 40 ára og næstbest hjá 41 – 50 ára. Þátttaka í yngstu og elstu hópunum er áberandi lítil.

Verkefni sem kosin voru til framkvæmda í borginni allri eru 91 talsins og bætast þau við 696 verkefni sem til þessa hafa orðið að veruleika fyrir tilstilli íbúalýðræðisverkefnis Hverfið mitt, sem áður hét Betri hverfi. Verkefnin sem voru kosin núna koma til framkvæmda á næsta ári.

Tengt efni