Barnadagur í Viðey

Skóli og frístund Mannlíf

""

Árlegur Barnadagur verður haldinn í Viðey sunnudaginn 11. ágúst fyrir börn á öllum aldri og fylgifiska þeirra. 

Öllum börnum og fylgifiskum þeirra verður boðið upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá á hinum árlega Barnadegi í Viðey sunnudaginn 11. ágúst kl. 13-16. Viðey er friðsælt og fallegt útivistasvæði steinsnar frá borginni sem gaman er að skoða og rannsaka og því tilvalið að skella sér í bátsferð og njóta fjölskyldurvænnar dagskrár og umhverfisins allt um kring.

Dagskrá:

· Húlladúllan mætir með glænýja sýningu og kennir réttu húllasveiflurnar.

· Jóga og gongslökun með Arnbjörgu Kristínu jógakennara.

· Náttúruskoðun og veiðar með Addý frá Allt er hægt í fjörum Viðeyjar. Þá verður hægt að skoða fenginn í víðsjá með aðstoð sérfræðinga frá Náttúrufræðistofu Kópavogs.

· Fjölmiðlakonan Brynhildur Björnsdóttir leiðir könnunarleiðangurinn Komdu út!

· Allir geta spreytt sig á að poppa yfir opnum eldi, leika sér á nýju leiksvæði Viðeyjar og keypt grillaðar pylsur og drykki við Viðeyjarstofu.  

Dagskráin stendur frá kl. 13:00-16:00. Þátttaka í Barnadeginum er ókeypis en greiða þarf í ferjuna sem siglir frá Skarfabakka samkvæmt áætlun, eða eftir þörfum.

Athugið að oft myndast langar biðraðir í ferjuna og því er nauðsynlegt að mæta tímalega til að ná fyrsta atriði dagsins. Við mælum eindregið með því að fólk kaupa miða í ferjuna daginn áður í miðasölu Eldingar eða á www.elding.is

Gjald í ferjuna fram og til baka er 1.600 kr. fyrir fullorðna, 1.450 kr. fyrir eldri borgara og nemendur og 800 kr. fyrir börn 7 – 17 ára í fylgd fullorðinna. Börn 6 ára og yngri sigla frítt. Handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt.

Öll börn og fjölskyldur þeirra hjartanlega velkomin!

Nánari upplýsingar á Facebook síðu Viðeyjar.