Baráttugleðin ríkir á Hinsegin dögum

Mannlíf Mannréttindi

""

Í dag var mikið um litadýrð og gleði í miðborginni. Mikill fjöldi kom saman í miðbæ Reykjavíkur til að fylgjast með og fagna þeim árangri sem náðst hefur í mannréttingabaráttu Hinsegins fólks. Borgarfulltrúar létu sig ekki vanta í gönguna og fögnuðu fjölbreytileikanum. 

Gleðigangan var haldin í tuttugusta sinn og markar hápunktur Hinsegin daga. Í ár lagði gangan af stað frá gatnamótun Sæbrautar og Faxagötu þar sem gengið var eftir Kalkofnsvegi, Lækjargötu og endað á Sóleyjargötu. Borgarfulltrúar létu sig ekki vanta í gönguna og fögnuðu fjölbreytileikanum. 

Miðborgin iðaði af lífi þegar gleðigöngunni lauk við Hljómskálagarðinn þar sem haldin var útihátíð í Hljómskólagarðinum. Þar komu fram glæsilegir skemmtikraftar og litríkar hljómsveitir sem fagna fjölbreytileikanum með gleði og söng. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ræðu í Hljómskólagarðinum að lokinni gleðigönguni. Katrín segir að þó svo að margt hefði áunn­ist í rétt­inda­bar­áttu hinseg­in fólks væri mik­il­vægt að láta ekki staðar numið og að halda áfram fulla ferð. 

Óhætt að fullyrða að hún hafi verið afar glæsileg og tekist vel! 

Reykjavíkurborg styður mannréttindabaráttu hinsegin fólks og er stoltur styrktaraðili Hinsegin daga. Gleðilega hátíð!