Bætt verklag milli stofnana og strandlengjan vöktuð

Heilbrigðiseftirlit

""

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur fylgst sérstaklega með ástandi strandsjávar við Faxaskjól, Ægisíðu og Nauthólsvík undanfarna daga.

Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Veitur ohf. funduðu í dag um verklag vegna tilkynninga um rekstartruflanir og bilanir í fráveitukerfi borgarinnar og var það endurmetið. Heilbrigðiseftirlitið mun eftir sem áður meta hvert tilvik fyrir sig og hvort ástæða sé til sýnatöku og viðvörunar til almennings.

Heilbrigðiseftirlitið mun áfram  fylgjast með, taka sýni daglega út þessa viku og endurmeta síðan ástandið miðað við rekstur dælustöðvarinnar. Niðurstöður rannsóknanna verða birtar á heimasíðu Heilbrigðiseftirlitsins en þær liggja yfirleitt fyrir 2-3 sólarhringum eftir að sýni er tekið.

Taflan sýnir niðurstöður á þeim sýnatökum þar sem niðurstöður liggja fyrir

Dags. sýnatöku

Faxaskjól austur

Faxaskjól vestur

Ægisíða

Skeljanes

Nauthólsvík

Fimmtudag 14. júní

 

 

3000/440*

 

1/16*

Mánudag 19. júní

 

 

220/52*

 

 

Fimmtudag 6. júlí

6500/110*

73/100*

350/100*

 

1/100*

Föstudag 7. júlí

20000/100*

 

190/100*

 

1/100*

Mánudag 10. júlí

870/960*

 

16/16*

1/0*

2/0*

*Saurkólígerlar/Enterokokkar í 100 ml. 

**Einungis eru komnar bráðabirgðaniðurstöður fyrir fjölda saurkólígerla í 100 ml.

• Saurgerlar (saurkóligerlar og enterokokkar) eru vísbending um mengun
• Geta einnig verið vísbending um aðrar sjúkdómsvaldandi örverur
• Saurkóli og enterokokkar fjölga sér illa eða ekki í vatni
• Enterokokkar eru harðgerari en saurkólí - vísbending um eldri saurmengun

Þegar túlka á niðurstöður sýnatöku þarf að horfa til þess hvaða reglugerðir gilda um gerlafjölda í vatni. Í þessu tilviki, við Faxaskjól og við Ægisíðu er ekki um skilgreinda baðstaði að ræða en til samanburðar má benda á að í reglugerð nr. 460/2015 um baðstaði í náttúrunni er miðað við að á baðstöðum í flokki 3 fari fjöldi saurkólígerla ekki yfir 500/100 ml og enterokokkar ekki yfir 185/100ml.

Nauthólsvíkin er hinsvegar baðstaður í flokki 1 með gilt starfsleyfi þar sem reglubundinn rekstur fer fram og aðsókn baðgesta er jöfn yfir allt árið sem þýðir reglulegt eftirlit frá Heilbrigðiseftirlitinu.

Þess má að lokum geta að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tekur reglubundið sýni á 11 sýnatökustöðum með strandlengjunni.