Bæjarháls lokaður um helgina vegna framkvæmda | Reykjavíkurborg

Bæjarháls lokaður um helgina vegna framkvæmda

föstudagur, 5. október 2018

Vegna tengingar heimaæðar í hitaveitu Veitna verður lokað fyrir umferð á Bæjarhálsi í báðar áttir milli Bitruháls og Höfðabakka frá kl.06:00 á laugardaginn. Reiknað er með því að lokunin standi til kl.18:00, mánudaginn 8. október.

 

  • Bæjarháls
    Bæjarháls lokað vegna framkvæmda

Grafa þarf þvert yfir götuna. Reynt verður eftir fremsta megni að hraða verkinu þannig að lokunin standi ekki lengur yfir en til mánudags. Aðkoma að Árbæ og Hálsum verður um hjáleiðir sem verða vel merktar.

Áætlaður verktími á heildarverkinu er fjórar vikur en ekki þarf að loka götum frekar en greint er frá hér að ofan. Gönguhjáleið verður gerð meðfram framkvæmdasvæðinu á meðan á verkinu stendur.

Við vonumst til að íbúar á svæðinu sýni ofangreindum framkvæmdum skilning.