Ávaxtatré þrífast vel í borginni

Umhverfi Betri hverfi

""

Ein af þeim hugmyndum sem fengu góðan stuðning borgarbúa í kosningum í Hverfið mitt haustið 2017 var tillaga um að gróðursetja fleiri ávaxtatré í borginni. Nú er búið að gróðursetja á sjötta tug ávaxtatrjáa í Háaleitis- og Bústaðahverfi sem þrífast vel í íslenskri náttúru. 

Byrjað var að gróðursetja eplatré í fyrrahaust og nú á haustmánuðum stendur til að gróðursetja enn fleiri. Fylgst hefur verið vel með plöntunum sem settar voru niður víðs vegar í Háaleitis- og Bústaðahverfi og dafna þær svo vel að nokkur epli náðu að þroskast nú í sumar. Plönturnar koma frá Jóni Guðmundssyni eplabónda á Akranesi og hefur hann nú látið borgarbúa fá vel á annað hundrað plöntur. Þær eru af 27 ólíkum yrkjum og hafa verið settar niður á fjórtán  skjólgóðum stöðum í hverfinu. 

Sjá kort yfir ávaxtatré í Háaleitis- og Bústaðahverfi.