Austurbæjarskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk

Skóli og frístund

""
Mikil spenna ríkti á fyrsta undanúrslitakvöldi Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanema, sem haldið var í Borgarleikshúsinu í gærkvöldi. 
 
Átta skólar kepptu um að komast í úrslitakeppnina 16. nóvember en alls taka 25 skólar þátt í þessari sívinsælu hæfileikakeppni. Borgarleikhúsið var þétt setið unglingum úr 8., 9. og 10. bekk sem studdu sína skóla vel áfram. 
 
Keppninni í gærkvöld lauk með sigri Austurbæjarskóla og Hagaskóla og verða þeir því meðal þeirra átta grunnskóla sem keppa til úrslita.  Atriði Austurbæjarskóla hét Sláttur og fjallaði um það vera öðru vísi og utan garðs. Nemendur í Hagaskóla kölluðu sitt atriði Elsku stelpur og hverfðist það um líkamsvirðingu og jafnréttisbaráttu í dag.  
Til hamingju Austó og Hagó.
 
Skrekkur er með FB-síðu