Aukin fjárhagsaðstoð og rýmri reglur

Covid-19 Velferð

""

Borgarráð samþykkti í gær, fimmtudaginn 14. maí, að auka við fjárhagsaðstoð og slaka á reglum vegna Covid-19 faraldursins.

Aukin fjárhagsaðstoð felst í því að greiða eingreiðslu að upphæð 20 þúsund með hverju barni forsjáraðila sem fékk fjárhagsaðstoð á tímabilinu janúar til mars.  Breytingar gilda í þrjá mánuði og munu kosta á bilinu 20 til 25 milljónir króna.

Rýmri reglur auðvelda umsóknarferlið og fjölga þeim sem kunna að eiga rétt á aðstoðinni. Þetta þýðir m.a. að hjónafólk þar sem maki er erlendis gætu átt rétt, umsækjendur þurfa ekki að skila inn staðfestingu á virkri atvinnuleit og frítekjumörk hækka úr 207 þúsund í 300 þúsund hjá þeim sem sækja um aðstoð í fyrsta sinn.

Samþykktar aðgerðir gildi frá og með 1. maí til 30. júní næstkomandi.