Auglýst eftir umsóknum um þróunarstyrki til skóla- og frístundastarfs

Skóli og frístund

""

Hvaða þróunarverkefnum brennur þú fyrir að vinna að á árinu 2016? 

Auglýst er eftir umsóknum um þróunarstyrki til skóla- og frístundastarfs á árinu 2016. Umsóknir skulu hafa borist skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 - 14,  í síðasta lagi 1. október 2015 á þar til gerðum eyðublöðum.  Við úthlutun styrkja verður sérstaklega horft til verkefna sem miða að því að efla þverfaglegt samstarf í hverfumum:

  • Málþroska, læsi og lesskilningi;
  • Verk-, tækni- og listnámi;
  • Lýðræði, jafnrétti, mannréttindum;
  • Náttúru, vísindum og sjálfbærni;
  • Fjölmenningu;
  • Gæði og fagmennsku.

Starfsstaðir skóla- og frístundasviðs eru jafnframt hvattir til að sækja um fyrir önnur verkefni en ofangreind áhersluatriði kveða á um til að gera skóla- og frístundastarf í borginni enn öflugra. 
Þróunarstyrkjum skóla- og frístundaráðs er úthlutað árlega í samræmi við áherslur sem settar eru í starfsáætlun sviðsins. Markmiðið er að styðja við ýmis verkefni sem stuðla að nýjungum, rannsóknum eða nýbreytni í uppeldis- og fagstarfi leikskóla og grunnskóla og í frístundastarfi.

Frekari upplýsingar um reglur og umsóknir veita Guðrún Edda Bentsdóttir, Hildur Skarphéðinsdóttir, Soffía Pálsdóttir skrifstofustjórar fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs. 

Skila skal umsóknum um þróunarstyrki ásamt fylgiskjölum til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 - 14 eða í gegnum netfangið sfs@reykjavik.is.   

Meira um þróunarstyrki og umsóknareyðublað