Áttunda bekk bjóðast störf í Vinnuskólanum

Umhverfi

""

Opnað hefur verið fyrir skráningar í Vinnuskóla Reykjavíkur fyrir sumarið 2018

Skráningarfrestur verður til 18. maí. Nýtt skráningarkerfi hefur verið tekið upp og þurfa foreldrar að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.

Nokkrar breytingar verða á starfinu í nú í sumar. Helst ber að nefna að 8. bekkingum bjóðast nú störf að nýju eftir nokkurt hlé. Jafnframt mun hluta nemenda úr 10. bekk bjóðast önnur störf en við garðyrkju.

Starfstímabilin verða þrjú og hver nemandi fær úthlutað vinnu á einu þeirra. Hvert tímabil er 15 dagar og nemendur úr 8. bekk munu vinna í 3,5 tíma á dag en nemendur úr 9. og 10. bekk í 7 tíma. Skráningartími getur haft áhrif á niðurröðun á starfstímabil þannig að þeir sem eru fyrr skráðir verða í forgangi um val á tímabilum.

Tengill

Skráningar í gegnum Ísland.is