Ársskýrsla velferðarsviðs 2016 í birtingu

mánudagur, 17. júlí 2017

Ársskýrsla velferðarsviðs fyrir árið 2016 er komin út og má nálgast á vef borgarinnar.  Í skýrslunni er hægt að kynna sér þjónustu og faglega starfsemi sviðsins.

  • Reykjavíkurborg - Grandi
    Fólk á öllum aldri nýtur þess að borða ís á góðum degi.

Fram kemur m.a. að tæplega nítján þúsund einstaklingar nýttu sér þjónustu  sviðsins með einhverjum hætti á árinu 2016.

Meðal þeirra voru yfir 8037 einstaklingar sem fengu greiddar húsaleigubætur og tæplega 4.200 börn fengu aðstoð með einhverjum hætti. Á velferðarsviði fer fram umfangsmikil starfssemi en yfir 120 starfseiningar heyra undir  sviðið þar sem  vinna yfir 2.400 starfsmenn.

Árið var annasamt og gefandi. Meðal mikilvægra verkefna sem má nefna var þátttaka í Norrænni keppni um tæknilausnir í velferðarþjónustu, nýr íbúðarkjarni opnaði við Þorláksgeisla,  samþykkt var fimm ára áætlun um forgangsröðun í velferðarþjónustu þar sem m.a. var lögð áhersla á heilsueflingu í hverfum borgarinnar, málefni flóttafólks voru ofarlega á baugi og horft var á einstaklingsmiðaðar þarfir í þjónustu við fatlað fólk. Þetta og svo margt fleira í ársskýrslunni.

Ársskýrsla velferðarsviðs 2016.

Nánar um tölfræði á velferðarsviði