Ársskýrsla skóla- og frístundasviðs 2017 komin út

Skóli og frístund

""

Ársskýrsla skóla- og frístundasviðs fyrir árið 2017 er komin út. Hún geymir margvíslegan fróðleik um starfssemi sviðsins, stefnumótandi ákvarðandi skóla- og frístundaráðs og starfssemi undirstofnana sem eru á annað hundruð.   

Þá geymir ársskýrsla SFS 2017 fróðlega tölfræði um starfsemi dagforeldra, leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva og skóla- og frístundastarf án aðgreiningar. Einnig er yfirlit yfir ýmis þverfagleg verkefni, s.s. til að efla notkun upplýsingatækni í skóla- og frístundastarfinu, menningarstarf og jafnréttisstarf. Þá er fjallað um rannsóknir og kannanir sem gerðar eru á vegum sviðsins, ráðstefnur og málþing sem sviðið skipuleggur, verðlaun til nemenda og starfsfólks, styrki og ýmsa viðburði sem tengjast barna- og unglingamenningu.

Sjá ársskýrslu skóla- og frístundasviðs 2017.