Árgangi 1948 fagnað í Ráðhúsinu | Reykjavíkurborg

Árgangi 1948 fagnað í Ráðhúsinu

þriðjudagur, 1. maí 2018

það er hefð  fyrir því að borgarstjóri bjóði 70 ára Reykvíkingum til móttöku í Tjarnasalnum 1. maí. ár hvert eða síðan 1980. Dagurinn í dag var enginn undantekning og Dagur tók á móti kraftmiklum hópi sjötugra Reykjavíkinga. Um 500 manns mættu til veislunnar og fögnuðu tímamótunum saman. 

 

 • Árgangi 1948 fagnað í Ráðhúsinu
  Árgangi 1948 fagnað í Ráðhúsinu
 • Dagur B. Eggertsson óskar árgangi 1948 til hamingju með afmælið
  Dagur B. Eggertsson óskar árgangi 1948 til hamingju með afmælið
 • Um 500 manns mættu til veislunnar og fögnuðu tímamótunum saman. 
  Um 500 manns mættu til veislunnar og fögnuðu tímamótunum saman. 
 • Spiluð var tónlist og veittar léttar veitingar.
  Spiluð var tónlist og veittar léttar veitingar.
 • Arna Dögg Einarsdóttir og Dagur B Eggertsson bjóða gesti velkomin.
  Arna Dögg Einarsdóttir og Dagur B Eggertsson bjóða gesti velkomin.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hélt stutt ávarp í upphafi móttökunnar þar sem hann rifjaði upp helstu viðburði á fæðingarári gestanna, árið 1948 en að því loknu var spiluð tónlist, veittar léttar veitingar. Gestirnir kunnu vel að meta móttökur í Tjarnarsalnum og þarna gafst tækifæri til að hitta  jafnaldra sína, vini og kunningja, lyfta glasi og spjalla saman. Reykjavíkurborg óskar þeim sem eiga sjötugsafmæli í ár til hamingju með stórafmælið.