Árborg fagnar 50 ára afmæli

Skóli og frístund Mannlíf

50 ára afmæli Árborgar fagnað á leikskólalóðinni

Mikið var um dýrðir á leikskólanum  Árborg í dag þegar fimmtugsafmæli skólans var fagnað.

Ekki var hægt að halda afmælishátíð skólans 12. febrúar vegna bruna sem kom upp í leikskólanum fyrr í mánuðinum og þurfti því að fresta hátíðinni til dagsins í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kom í afmælið og færði leikskólastjóranum og nemendum blóm í tilefni dagsins.

Gamlir og nýir starfsmenn heimsóttu skólann og tóku þátt í gleðinni með börnunum. Í tilefni afmælisins var sett upp sýning í skólanum þar farið var yfir alls konar viðburði í skólastarfinu bæði fyrr og nú en m.a. voru settar upp gamlar myndir af nemendum. 

Afmælishátíðin hófst með samkomu á leiksvæði skólans þar sem nemendur sungu fyrir afmælisgesti af mikilli innlifun.