Alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra hönnun | Reykjavíkurborg

Alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra hönnun

miðvikudagur, 7. mars 2018

Sjálfbær og umhverfisvæn hugsun í uppbyggingu borga var megininntakið á opnum kynningarfundi um grænar þróunarlóðir eða Reinventing cities sem var haldinn í morgun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fundurinn var vel sóttur auk þess sem margir nýttu sér streymi frá fundinum. Upptöku frá fundinum má skoða á upplýsingasíðu viðburðar.

 • Kynningarfundur um grænar þróunarlóðir
  Kynningarfundur um grænar þróunarlóðir
 • Kynningarfundur um grænar þróunarlóðir
  Kynningarfundur um grænar þróunarlóðir
 • Kynningarfundur um grænar þróunarlóðir
  Kynningarfundur um grænar þróunarlóðir
 • Kynningarfundur um grænar þróunarlóðir
  Kynningarfundur um grænar þróunarlóðir
 • Kynningarfundur um grænar þróunarlóðir
  Kynningarfundur um grænar þróunarlóðir
 • Kynningarfundur um grænar þróunarlóðir
  Kynningarfundur um grænar þróunarlóðir
 • Kynningarfundur um grænar þróunarlóðir
  Kynningarfundur um grænar þróunarlóðir
 • Kynningarfundur um grænar þróunarlóðir
  Kynningarfundur um grænar þróunarlóðir
 • Kynningarfundur um grænar þróunarlóðir
  Kynningarfundur um grænar þróunarlóðir
 • Kynningarfundur um grænar þróunarlóðir
  Kynningarfundur um grænar þróunarlóðir

Fundurinn er hluti af erlendu samstarfi Reykjavíkurborgar og voru kynningar á ensku.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri bauð gesti velkomna og lýsti upphafi að þátttöku borgarinnar í verkefninu Reinventing cities. Reykjavík hefur valið  þrjár lóðir til uppbyggingar innan ramma verkefnisins. 

Florence de Marignan ráðgjafi og Nicolas Ledoux stjórnandi Algoé ráðgjafa sögðu frá heildarskipulagi Reinventing cities samkeppninnar og greindu frá C40 samtökunum sem halda samkeppnina. Markmiðið með samkeppninni er kalla fram lausnir og leita til uppbyggingar á umhverfisvænum byggingum/verkefnum sem sýna bestu lausnir á sviði sjálfbærni, umhverfisgæða og minna kolefnisfótspors, ásamt því að styðja við góða borgarþróun. Fyrirmyndin er vel heppnað verkefni Reinventing Paris sem hleypt var af stokkunum 2015.

Maud Caubet, arkitekt gaf áhorfendur innsýn í glæsilegt vinningsverkefni í París og sagði frá hönnunarferlinu og viðbrögðum við verkefninu. Hún fór einnig nokkrum orðum um ábyrgð arkitekta á borgarþróun og bauð fram krafta í samstarf.

Anders Røberg-Larsen, ráðgjafi í borgarþróun Osló gaf yfirlit yfir áherslur borgaryfirvalda um grænni og skapandi Osló.  Hann fór yfir þau svæði og verkefni sem Osló ætlar að vinna að innan ramma verkefnisins.

Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs kynnti þær lóðir sem Reykjavík hefur valið en þær liggja allar vel gagnvart samgöngum og eru áhugaverðir kostir. Lóðirnar eru við Frakkastíg og Skúlagötu, á Ártúnshöfða og á horni Lágmúla og Suðurlandsbrautar.

Aukið faglegt samstarf       

Þverfaglegt teymi C40 aðstoðar borgirnar sem taka þátt við þróa verkefnin m.t.t. bestu lausna í umhverfismálum m.a. orkunýtingu, aðlögunarhæfni, sorphirðu, líffræðilegum fjölbreytileika o.s.frv.  

Meðal erlendu gestanna var mikill áhugi á áframhaldandi samstarfi en þeir hafa hitt fulltrúa sveitarfélaga, ráðuneyti og háskólanna. Verið er að skoða nánari viðburði eins og vinnustofur arkitekta og annars fagfólks á þessu ári.

Þeir sem eru áhugasamir um þátttöku í slíkri vinnustofu eða öðrum viðburðum og vilja fá upplýsingapóst eru beðnir um að senda póst á sea@reykjavik.is

Það var að frumkvæði Anne Hidalgo, borgarstjóra Parísar, sem er í forsæti C40, að halda þessa uppbyggingarsamkeppni undir merkjum C40.

Tengt efni: