Alþjóðadagur flóttafólks

Myndin sýnir feðga en drengurinn er vafin í íslenska fánann.

Alþjóðadagur flóttafólks er í dag. Sameinuðu þjóðirnar vilja á þessum degi vekja athygli á stöðu flóttafólks um allan heim.

„Þann 20. júní ár hvert beinum við sjónum okkar að þessum hópi fólks sem sýnir styrk og hugrekki til að flýja heimaland sitt og komast undan átökum eða ofsóknum“.

Með Alþjóðadegi flóttamanna er vakin athygli á stöðu flóttamanna með það að markmiði að auka samkennd og skilning á vanda þeirra og viðurkenna rétt þeirra til að byggja líf sitt upp á nýtt.

Öll eiga rétt á að leita öryggis óháð – hver þau eru, - hvaðan þau koma, og hvenær þau neyðast til að flýja.

Hver sem er

Fólk sem er þvingað til að flýja á rétt á að komið sé fram við það af virðingu. Hver sem er getur leitað verndar, óháð uppruna eða trúarbrögðum. Að leita öryggis eru mannréttindi.

Hvaðan sem er

Fólk sem er þvingað til að flýja, óháð uppruna, ber að bjóða velkomið. Flóttafólk kemur alls staðar að úr heiminum. Fólk forðar sér frá hættulegum aðstæðum með ýmsu móti, með flugvél, á bát eða ferðast fótgangandi. Allir eiga að njóta öryggis.

Hvenær sem er

Þegar fólk neyðist til þess að flýja, á það rétt á vernd. Hver sem ógnin er - stríð, ofbeldi, ofsóknir - allir eiga vernd skilið. Allir eiga rétt á öryggi.

Grundvallaratriði þess að leita öryggis:

  1. RÉTTUR TIL AÐ SÆKJA UM ALÞJÓÐALEGA VERND  Að sækja um vernd eru mannréttindi. Allir sem flýja ofsóknir, átök eða staði þar sem mannréttindi eru ekki virt eiga rétt á að leita sér verndar í öðru landi.
  2. ÖRUGGUR AÐGANGUR Landamæri ættu að vera opin öllu fólki sem neyðist til að flýja. Að takmarka aðgang og loka landamærum getur gert ferðina enn hættulegri fyrir fólk sem leitar öryggis.
  3. ENGAR BROTTVÍSANIR Ekki er hægt að neyða fólk til að snúa aftur til lands þar sem líf þeirra eða frelsi er í hættu. Þetta þýðir að lönd ættu ekki þvinga neinn til baka án þess að meta fyrst hættuna sem bíður þeirra heima fyrir.
  4. ENGIN MISMUNUN Það á ekki að mismuna fólki á landamærum. Allar umsóknir um stöðu flóttamanna skulu fá sanngjarna meðhöndlun, óháð kynþætti, trú, kyni eða upprunalandi.
  5. MANNÚÐLEG FRAMKOMA Koma skal fram við fólk sem neyðist til að flýja af virðingu og reisn. Það á rétt á öruggri og mannsæmandi meðferð. Það felur meðal annars í sér að halda fjölskyldum saman, vernda fólk gegn mansali og forðast handahófskennt gæsluvarðhald.

Af hverju er þetta mikilvægt?

Að vernda fólk sem neyðist til að flýja er sameiginleg ábyrgð heimsins.

Ríki og samfélög sem taka á móti og hýsa fjölda flóttamanna, miðað við íbúafjölda og hagkerfi, þurfa stöðugan stuðning og samstöðu frá alþjóðasamfélaginu.

Að finna fyrir öryggi er bara byrjunin

Flóttafólk sem flýr stríðsátök eða ofsóknir þarf tækifæri til að læknast, læra, vinna og dafna – í takt við flóttamannasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og alþjóðlega yfirlýsingu um stöðu flóttafólks (Global Compact on Refugees) samning um flóttamenn. Þeir þurfa lausnir, eins og að fá tækifæri til að snúa heim í öryggi með reisn, að aðlagast nýju samfélagi eða í viðkvæmustu tilfellunum að setjast að í öðru landi.

Heimasíða Flóttamannastofnunar Sameinuðu Þjóðanna

Upplýsingar á íslensku