Allt um tillögu að nýrri byggð í Skerjafirði

Skipulagsmál

""

Tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir nýja byggð í Skerjafirði má nálgast á skjá og tölvu í þjónustuveri Reykjavíkurborgar. Senda má athugasemdir til og með 28. október. Einnig er hægt að skoða allt um málið hér á vef Reykjavíkurborgar. 

Saga og ferill

Vorið 2017 boðaði umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur til hugmyndaleitar um skipulag fyrir nýtt hverfi í Skerjafirði. Fimm teymi sendu inn tillögur að skipulagi svæðisins og var tillaga ASK arkitekta, EFLU verkfræðistofu og Landslags landslagsarkitekta valin. Í kjölfar var farið í gerð rammaskipulags til að útfæra sigurtillögu nánar. Rammaskipulag var samþykkt í borgarráði 28. júní 2018 og kynnt í fjölmiðlum og á vef Reykjavíkurborgar – ásamt því að tillaga var send lögaðilum til umsagnar. Nýtt deiliskipulag fyrir nýja byggð í Skerjafirði er hluti af framfylgd fjölda samninga milli ríkis og Reykjavíkurborgar. Skipulagið mun hvorki skerða núverandi starfsemi né nýtingu Reykjavíkurflugvallar.

Kynningarfundur var haldinn 3. júní í sumar og tekið við spurningum og þeim svarað

Tillaga að nýju deiliskipulagi og mat

Tillöguna má nálgast á skjá og tölvu í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15 frá 16. september 2020 til og með 28. október 2020. Hún er einnig hér:

Skipulag í kynningu: Skerjafjörður Þ5: Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi í Reykjavík.

Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Nýi Skerjafjörður. 

Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@reykjavik.is. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti.

Matsáætlun á umhverfisáhrifum

Tillaga að matsáætlun á umhverfisáhrifum vegna landfyllingar í Skerjafirði. Umsagnarfrestur til Frestur til 29. september,

Tengill

Upplýsingasíða um nýtt deiliskipulag fyrir nýja byggð í Skerjafirði.

Á síðunni má finna svör um skipulagshugmyndina, umferð á framkvæmdatíma, upplýsingar um mengun í jarðvegi, tímalínu og einnig er þar myndasyrpa.