Allir sigra í Stóru upplestrarkeppninni | Reykjavíkurborg

Allir sigra í Stóru upplestrarkeppninni

miðvikudagur, 7. mars 2018

Fjórtán nemendur í 7, bekk í grunnskólum í Grafarvogi og á Kjalarnesi lásu til úrslita í Stóru upplestrarkeppninni í Grafarvogskirkju. 

 

  • Verðlaunahafar í Stóru upplestrarkeppninni í Grafarvogi og á Kjalarnesi: Ívar Björgvinsson 2. sæti, Hildur Vala Ingvarsdóttir 1.
    Verðlaunahafar í Stóru upplestrarkeppninni í Grafarvogi og á Kjalarnesi: Ívar Björgvinsson 2. sæti, Hildur Vala Ingvarsdóttir 1. sæti og Embla María Atladóttir 2. sæti
  • Stoltar stúlkur með viðurkenningu fyrir góðan upplestur.
    Stoltar stúlkur úr Rimaskóla með viðurkenningu fyrir góðan upplestur.

Hildur Vala Ingvarsdóttir 7. bekk Rimaskóla bar sigur úr bítum, í öðru sæti varð Ívar Björgvinsson úr Kelduskóla og Embla María Atladóttir Vættaskóla lenti í þriðja sæti. Allir 14 keppendurnir höfðu unnið sæti í úrslitakeppninni innan síns skóla.

Krakkarnir komu vel undirbúnir og héldu athygli áheyrenda með skemmtilegum söguköflum úr sögu Sigrúnar Eldjárn Strokubörnin á Skuggaskeri, ljóðum Ólafs Jóhanns Sigurðssonar og að lokum sjálfvöldu ljóði. Formaður dómnefndar, Björk Einisdóttir tilkynnti úrslit dómnefndar og hrósaði hún um leið öllum flytjendum fyrir góða frammistöðu. „Þið eruð öll  sigurvegarar með því að komast svona langt í keppninni“ sagði Björk í upphafi ræðu sinnar.

Verðlaunahafarnir þrír fengu vegleg peningaverðlaun að launum. Allir þátttakendur fengu afhenta bókargjöf frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Umsjón með stóru upplestrarkeppninni í Grafarvogi hafði Ragnheiður Axelsdóttir námsráðgjafi í Miðgarði.