Álftaborg í hálfa öld

föstudagur, 12. janúar 2018

Leikskólinn Álftaborg fagnaði fimmtugsafmæli í dag og sóttu margir gestir skólann heim af því tilefni, m.a. Dagur borgarstjóri.

 • Leikskólabörnin undir afmælisskreytingu
  Leikskólabörnin undir afmælisskreytingu
 • Dagur borgarstjóri með leikskólastjóra; Önnu Hjördísi Ágústsdóttur, Hörpu aðstoðarleikskólastjóra og Jónu Ágústsdóttur.
  Dagur borgarstjóri með leikskólastjóra; Önnu Hjördísi Ágústsdóttur, Hörpu aðstoðarleikskólastjóra og Jónu Ágústsdóttur.
 • Glæsileg afmæliskaka.
  Glæsileg afmæliskaka.
 • Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs.
  Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, fagnaði tímamótum með börnum og starfsfólki Álftaborgar.

Mikið var um dýrðir í afmælinu og fékk leikskólinn góðar gjafir frá borgarstjóra og foreldrafélaginu. Sýning um sögu skólans var á veggjum leikskólans og myndir úr starfseminni voru sýndar. Þá var boðið upp á góðar veitingar í afmælinu. Öll börnin skörtuðu svo kórónu, enda eiga allir afmæli þegar leikskólinn á afmæli. 

Álftaborg tók til starfa 12. janúar 1968 og var reksturinn fyrst um sinn á vegum Barnavinafélagsins Sumargjafar. Leikskólinn starfar nú í húsnæði sem tekið var í notkun seint á árinu 2007. Þá er fallegur garður við leikskólann sem hannaður var af Landmótun. 

Leikskólastjóri í Álftaborg er Anna Hjördís Ágústsdóttir. 

Til hamingju Álftaborg með hálfrar aldar afmælið !