Álfheiður mun stýra Engjaskóla

Skóli og frístund

""

Álfheiður Einarsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri við Engjaskóla í Grafarvogi.

Álfheiður hefur starfað við Vættaskóla frá árinu 2015 sem deildarstjóri og aðstoðarskólastjóri frá árinu 2017.  Hún starfaði sem kennari við Húsaskóla 1995-2015 og leysti af aðstoðarskólastjóra veturinn 2014-2015. Álfheiður er með B. Ed. í grunnskólakennarafræðum og meistarapróf í mannauðstjórnun frá Háskóla Íslands.

Engjaskóla tekur til starfa í norðanverðum Grafarvogi næsta haust og verður fyrir nemendur í 1.-7. bekk.