Áhrif hertra sóttvarnarreglna á starfsemi Reykjavíkurborgar

Velferð Stjórnsýsla

""

Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar fundaði kl. 15.00 í dag og fór yfir hvaða áhrif hertar sóttvarnarreglur hafa á þjónustu borgarinnar.

Fyrir liggur fyrir að þjónusta borgarinnar verður áfram skert og á það sérstaklega við um þjónustu velferðarsviðs þar sem talsverðar breytingar verða á þjónustunni vegna hertra reglna. Söfn og sundlaugar verða áfram lokuð og íþróttastarf liggur niðri.

Takmarkanir á þjónustu velferðarsviðs 

Í ljósi hertra aðgerða stjórnvalda hefur verið tekin ákvörðun um að allri skipulagðri hópastarfsemi í félagsmiðstöðvum borgarinnar verði lokað tímabundið. Húsin verða hins vegar opin, starfsmenn til staðar og hægt að koma þangað í óformlega samveru. Þá hefur mötuneytum borgarinnar verið lokað en gerðar hafa verið ráðstafanir sem gera öllum sem vanir eru að borða þar kleift að fá matinn sendan heim. Sótt er um í síma 411 9450 eða á netfanginu maturinnheim@reykjavik.is

 

Lokanirnar hafa þegar tekið gildi á eftirtöldum stöðum:

  • Árskógum
  • Gerðubergi
  • Sléttuvegi 11
  • Dalbraut 18-20
  • Dalbraut 21-27
  • Hæðargarði 31
  • Hvassaleiti 56–58
  • Borgum, Spönginni 43
  • Hraunbæ 105
  • Aflagranda 40
  • Bólstaðarhlíð
  • Vitatorgi
  • Félagsstarfi í Lönguhlíð 3
  • Félagsstarfi Norðurbrún 1
  • Félagsstarfi í Furugerði 1
  • Félagsstarfi í Seljahlíð
  • Sléttunni, Sléttuvegi 25

Önnur þjónusta en ofantalin en er órofin: Heimaþjónusta, heimahjúkrun, stuðningsþjónusta, þjónusta á hjúkrunarheimilum, í íbúðakjörnum og sambýlum sem og í gisti- og neyðarskýlum. Dagdvöl fyrir aldrað fólk er jafnframt opin, auk vinnu- og virknimiðaðrar stoðþjónusta fyrir fatlað fólk og skammtímadvalar fyrir fötluð börn, ungmenni og fullorðna.

Þó að opið sé á þessum stöðum er rétt að árétta að heilbrigðisráðherra hefur hvatt til þess að fólk takmarki samskipti og hitti eins fáa og það getur.

Velferðarsvið vinnur eftir skýrum verkferlum, til dæmis hvað varðar leiðbeiningar til starfsfólks, notenda þjónustu, íbúa og aðstandenda.

Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar mun áfram funda um helgina til að útfæra með hvaða hætti skólastarf muni fara fram í næstu viku.