Afhending styrkja til skóla- og frístundastarfs

Skóli og frístund

""

Styrkir skóla- og frístundaráðs til 43 verkefna voru afhentir í gær og fór athöfnin fram í Hannesarholti. 

Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundadráðs, afhenti almenna styrki og þróunarstyrki fyrir alls um 22 milljónir króna, en alls fengu 33 nýbreytni- og þróunarverkefni styrki. 

Við styrkveitingar var áhersla lögð á verk-, tækni og listgreinar, móðurmálskennslu barna af erlendum uppruna, frístundastarf fyrir alla og lestrarfærni og lesskilning. Þá var áhersla á þverfaglegt samstarf leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva. 

Úthlutunarnefndir voru skipaðar fulltrúum kennara/frístundaráðgjafa, stjórnenda, sérfræðingum úr háskólasamfélaginu og starfsmönnum skóla og frístundasviðs. 

Yfirlit yfir almenna styrki og þróunarstyrki 2015.