Afhending styrkja mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar | Reykjavíkurborg

Afhending styrkja mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar

miðvikudagur, 24. janúar 2018

Alls var úthlutað styrkjum til 17 verkefna. Markmið styrkja ráðsins er að styðja við sjálfsprottið starf og starfssemi frjálsra félagasamtaka á sviði mannréttinda.

  • Styrkhafar samankomnir í borgarstjórnarsalnum ásamt fulltrúum mannréttindaráðs og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra
    Styrkhafar samankomnir í borgarstjórnarsalnum ásamt fulltrúum mannréttindaráðs og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra

Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar úthlutar ár hvert styrkjum til frjálsra félagasamtaka og einstaklinga. Þau verkefni sem hljóta styrki eru fjölbreytt en öllum er þeim ætlað að stuðla að farsælli þróun borgarsamfélagsins, jafnræði borgarbúa og fjölbreytilegu mannlífi í borginni okkar. Auk þess er það hlutverk styrkja mannréttindaráðs að hlúa að hvers konar starfi sem vekur athygli á eða stendur vörð um grundvallarmannréttindi borgarbúa. Styrkupphæðin í heild nemur um 6,2 milljónum króna. Styrkþegar voru eftirfarandi :

Hiv – Ísland

Blátt áfram forvarnarverkefni

Alþjóðleg ungmennaskipti

Eyrún Eyþórsdóttir

Jamil Kouwatli

VIETICE Community

Kvenréttindafélag Íslands

Félag Litháa á Íslandi

Forréttindi ehf

Rótin – félag um málefni kvenna

Ástbjörg Rut Jónsdóttir

Edna Guadalupe Mastache Gomez

Hjólafærni á Íslandi

Samtökin´78

Ás styrktarfélag  

Andrými

Elizabeth Bik Yee Lay