Ævintýraveröld í jólaskóginum | Reykjavíkurborg

Ævintýraveröld í jólaskóginum

miðvikudagur, 5. desember 2018

Jólaskógurinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur opnaði í dag að viðstöddum fjölda barna af leikskólum borgarinnar. Grýla, Leppalúði og jólakötturinn mættu á svæðið og skemmtu börnunum með söng og glensi.

 • Börnin stilltu sér upp í jólaskóginum með Grýlu, Leppalúð og jólakettinum
  Börnin stilltu sér upp í jólaskóginum með Grýlu, Leppalúð og jólakettinum
 • Snjókorn eftir 3500 grunnskólanemendur prýða jólaskóginn
  Snjókorn eftir 3500 grunnskólanemendur prýða jólaskóginn
 • Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, hitti Grýlu og Leppalúða en hún opnaði Jólaskóginn formlega með þeim hjónum
  Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, hitti Grýlu og Leppalúða en hún opnaði Jólaskóginn formlega með þeim hjónum
 • Grýla, Leppalúði og jólakötturinn léku á alls oddi
  Grýla, Leppalúði og jólakötturinn léku á alls oddi
 • Hrefna Sigurðarsdóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir sáu um hönnun jólaskógarins 
  Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðarsdóttir sáu um hönnun jólaskógarins 
 • Jólakötturinn fetti sig og bretti
  Jólakötturinn fetti sig og bretti
 • Boðið var upp á heitt kakó, djús og piparkökur
  Boðið var upp á heitt kakó, djús og piparkökur

Þetta er í sjöunda sinn sem Tjarnarsalnum er breytt í jólaskóg og að þessu sinni er hönnun og framkvæmd verkefnisins í höndum Fléttu hönnunarstofu sem er rekin af þeim Birtu Rós Brynjólfsdóttur og Hrefnu Sigurðarsdóttur. 

Rúmlega 3500 nemendur 28 grunnskóla í Reykjavík lögðust á eitt við að búa til snjókorn sem munu prýða skóginn í Ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Snjókornin, sem eru búin til úr blaðsíðum úr bókum (sem senda þurfti til endurvinnslu vegna galla) frá Forlaginu, eru eins fjölbreytt og nemendurnir eru margir. Sjón er sögu ríkari.

Leitin að jólavættunum er hafin og stendur yfir til 19. desember. Taktu þátt og hjálpaðu okkur að staðsetja þær í miðborginni á aðventunni. Nánari upplýsingar má finna um leikinn á síðu jólaborgarinnar.

Jólaskógurinn er opinn alla daga til kl 18.00.

Þann 16. des verður boðið upp á jólakortasmiðju með Fléttu hönnunarstofu þar sem unnin verða jólakort úr endurvinnanlegu efni.

Allir velkomnir.