Aðstoðarleikskólastjóri tilnefndur til stjórnunarverðlauna

Skóli og frístund

""

Harpa Brynjarsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri í Álftaborg, er meðal stjórnenda hjá Reykjavíkurborg sem tilnefndir eru til stjórnunarverðlauna Stjórnvísi árið 2021. 

"Ég er snortin og glöð yfir að fá þessa tilnefningu og það er góð tilfinning að upplifa að hafa áorkað einhverju til góðs", segir Harpa sem hefur langa stjórnendareynslu hér og í Noregi. Hún útskrifaðist sem leikskólakennari árið 2001 og vann fyrstu árin sem deildarstjóri í leikskóla, fyrst hér á landi og svo handan Atlantsála. Ég flutti aftur til Íslands árið 2017 og réð mig í leikskólann Álftaborg sem aðstoðarleikskólastjóra. Undanfarið hef ég verið staðgengill leikskólastjóra þar. 

"Þetta er sérlega góð tilfinning þar sem mikið hefur mætt á stjórnendum og starfsfólki skóla á þessu fordæmalausa ári", segir Harpa.
Hún segist vilja vera til staðar sem stjórnandi, hlusta, vera í góðum samskiptum við starfsmenn og vera  faglegur leiðtogi með skíra sýn.
"Ég lít svo á að allir þurfi rými til að vaxa og ná árangri. Þess vegna legg ég áherslu á að nýta mannauðinn; áhugsvið og styrkleika hvers og eins. Liðsheild er mikilvæg í leikskólastarfi því sameinuð náum við markmiðum okkar og komumst á áfangastað. Að vera leiðtogi snýst um að hafa sýn og taka ábyrgð, ekki um vald." 

Tólf aðrir stjórnendur hjá Reykjavíkurborg fengu tilnefningu til stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2021: 

Arne Friðrik Karlsson, forstöðumaður skrifstofu um málefni fatlaðs fólks á velferðasviði Reykjavíkurborgar
Barbara Guðnadóttir, safnstjóri Borgarbókasafnsins í Grófinni
Guðríður Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri Borgarbókasafns Reykjavíkur
Gunnhildur Lilja Sigmundsdóttir, deildarstjóri upplýsinga-og skjala hjá Reykjavíkurborg
Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé, framkvæmdastjóri Keðjunnar hjá Reykjavíkurborg
Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara Reykjavíkurborgar
Jónas Skúlason deildarstjóri FÁST, fjármála og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar
Jórunn Ósk Frímannsdóttir, forstöðumaður Droplaugarstaða hjúkrunarheimilis
Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri Breiðholts hjá Reykjavíkurborg
Ragna Ragnarsdóttir, forstöðukona, Byggðarenda 6
Sigurlaug Svava Hauksdóttir, teymisstjóri heimaþjónustu Reykjavíkurborgar
Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, deildarstjóri upplýsinga og gagnadeildar FÁST