Aðgerðaráætlun Ofbeldisvarnarnefndar

Mannréttindi Mannlíf

Gæsir á golfvelli við sólsetur

Farið hefur verið yfir aðgerðaráætlun Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar. Hún er sett fram til að fá yfirsýn yfir þau fjölmörgu verkefni sem borgin sinnir í vinnu gegn ofbeldi. Verkefnum miðar vel áfram.

Henni er einnig ætlað að vera vegvísir í baráttunni gegn ofbeldi og tryggja að þau verkefni sem tilgreind eru verði framkvæmd.

Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar starfar í umboði borgarráðs og er hlutverk hennar að vera ráðgefandi fyrir starfsemi borgarinnar í málaflokknum og stuðla að upplýstri umræðu um ofbeldi á öllum sviðum borgarinnar.

Ofbeldisvarnarnefnd er skipuð 7 fulltrúum og jafnmörgum til vara. Borgarstjórn kýs þrjá fulltrúa og þrjá til vara, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu tilnefnir einn fulltrúa og einn til vara, Stígamót tilnefna einn fulltrúa og einn til vara, Samtök um kvennaathvarf tilnefna einn fulltrúa og einn til vara og Embætti landlæknis tilnefnir einn fulltrúa og einn til vara.

Aðgerðirnar í aðgerðaáætluninni eru kaflaskiptar eftir helstu viðfangsefnum og skoða má stöðu verkefna.

Aðgerðaráætlun ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar