Aðgerðaráætlun gegn ofbeldi | Reykjavíkurborg

Aðgerðaráætlun gegn ofbeldi

miðvikudagur, 16. maí 2018

Borgarstjórn hefur samþykkt aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi fram til ársins 2020. Áætlunin er unnin af ofbeldisvarnarnefnd og á hún  að veita yfirsýn yfir þau fjölmörgu verkefni sem borgin sinnir til að sporna við hvers konar ofbeldi.

  • Frá Druslugöngunni í ágúst sl.
    Fjöldi fólks gengur ár hvert gegn ofbeldi í Druslugöngunni.

Aðgerðaráætlunin er vegvísir í baráttu borgaryfirvalda gegn ofbeldi í hvaða mynd sem það birtist og trygging fyrir framkvæmd verkefna sem er beint gegn því. Aðgerðir eru flokkaðar eftir helstu viðfangsefnum og eru í 37 liðum sem byggjast á forvörnum, fræðslu, beinum aðgerðum og ekki síst öflugri samvinnu stofnananna og samtaka.

Við stefnumótunina var litið til innlendra og alþjóðlegra áætlana, stefnamörkunar, sáttmála og laga um ofbeldisvarnir og mannréttindi. Einnig byggir stefnan á margvíslegum gögnum og tölfræði sem hefur verið safnað af Reykjavíkurborg, m.a. í verkefninu Saman gegn ofbeldi.

Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar er skipuð sjö fulltrúum og jafn mörgum til vara. Borgarstjórn kýs þrjá fulltrúa og þrjá til vara, Lögreglustjórinn, Stígamót, Samtök um kvennaathvarf og Embætti landlæknis tilnefna hver sinn fulltrúa og varafulltrúa.

Markmiðið með starfi nefndarinnar er að stuðla að upplýstri umræðu um ofbeldi á öllum sviðum borgarinnar og öruggara borgarsamfélagi.

Aðgerðaráætlunin í heild sinni