Aðgengi að sorpgeymslum í snjó og frosti

Umhverfi

""

Starfsfólk sorphirðu Reykjavíkur minnir íbúa á að huga að sorptunnum - geymslum og -gerðum vegna snjóa og frosthörku næstu daga. Við verðum á morgun í Grafarvogi og í Vesturbæ. 

Æskilegt er að kanna í kvöld og næstu daga aðgengi að sorptunnum, - geymslum og - gerðum. Er hægt að liðka fyrir með því að kanna hvort geymslan sé frosin eða hvort snjóþungt sé í kring? Íbúar sem bundu aftur tunnur með snærum eða límböndum fyrir óveðrið eru beðnir um að losa þær á nýjan leik. 

Starfsfólk Sorphirðu Reykjavíkur verður í Grafarvogi og Vesturbæ á morgun föstudag.

Takk fyrir

Tengill 

Sorphirðudagatal