80 styrkjum úthlutað til menningarmála

Íþróttir og útivist Mannlíf

""

Úthlutun styrkja menningar, íþrótta- og tómstundaráðs og útnefning Listhóps Reykjavíkur 2019 fór fram í Iðnó í dag. Pawel Bartoszek formaður ráðsins gerði grein fyrir úthlutuninni og öðru framlagi borgarinnar til menningarmála.

Líkt og áður var faghópi skipuðum fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar Íslands falið að fara yfir styrkumsóknir og leggja til styrki til menningar og lista. Alls var 161 umsókn til meðferðar þar sem sótt var um samtals 209.030.750 kr. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð hafði 60.888.000 kr. til úthlutunar til styrkja á sviði menningarmála árið 2019 og veitti vilyrði fyrir 75 styrkjum og samstarfssamningum fyrir þá upphæð. En fyrir eru 23 hópar með eldri samninga í gildi.

Helstu nýmæli í styrkveitingum ársins eru þau að Reykjavíkurborg hefur í fyrsta sinn gert samstarfssamning við Myndhöggvarafélag Reykjavíkur. Mikil gróska er í félaginu og undanfarin ár hefur hlutur ungs fólks aukist sem og hlutur kvenna. Félagsmenn telja á um þriðja hundrað og hefur verið virkt í sýningarhaldi bæði innan dyra sem utan, í Reykjavík og úti á landi m.a. með sýningunum List um landið, Strandlengjan I og II, Firma ´99 og nú síðast Hjólið – Fallvelti heimsins, sem var fyrsti hluti af fimm sýninga röð sem Myndhöggvarafélagið stendur fyrir í aðdraganda fimmtíu ára afmælis félagsins árið 2022. Sú næsta Hjólið II – Úthverfi verður haldin í Breiðholti og Árbæ sumarið 2019.

Myndhöggvarafélagið í Reykjavík var formlega stofnað árið 1972 en á rætur sínar í svonefndum Útisýningum á Skólavörðuholti á sjöunda áratugnum. Helstu hvatamenn voru Ragnar Kjartansson og Jón Gunnar Árnason. Síðan þá hefur félagið unnið ötullega að því að myndlistarmenn hafi aðgang að verkstæðum með viðeigandi tækjakosti og vinnustofum til að sinna listsköpun auk þess að skipuleggja sýningar og gefa út ritað efni. Myndhöggvarafélagið og Reykjavíkurborg gera samstarfssamning til tveggja ára um 2 milljónir á ári.  Myndhöggvarafélagið er þar að auki útnefnt Listhópur Reykjavíkur árið 2019.

Af öðrum samstarfssamningum er gaman að nefna að gerður er nýr tveggja ára samningur við Reykjavik Dance Festival og er framlagið hækkað úr þrem milljónum í fjórar á ári. Hér á landi er vaxandi hópur af vel menntuðum dönsurum og danshöfundum en tækifærin til að sýna hvað í þeim býr eru fá hérlendis. Því er mikilvægt að styðja við bakið á Reykjavík Dance Festival sem er flaggskip íslensks nútímadans og veitir danslistafólki kærkomið tækifæri til að stíga á stokk.

Samstarfssamningurinn við Múlann jazzklúbb var sömuleiðis framlengdur til tveggja ára og framlagið hækkað úr milljón í eina og hálfa árlega. Múlinn hefur undanfarna áratugi vaxið sem ómissandi vettvangur fjölbreyttrar ryþmískrar tónlistar í síbreytilegu tónleikaumhverfi Reykjavíkur og ánægjulegt að styðja við það mikilvæga starf sem þar fer fram.

Þá hafa verið endurnýjaðir samningar til tveggja ára við Harbinger sýningarrými og ASSITEJ Íslandsdeild alþjóðasamtaka um barnaleikhús.

Hæsta árlega styrkinn hlutu Lókal leiklistarhátíð með þriggja milljón króna styrk, Pera Óperukollektív og Sýningin Hjólið II sem Myndhöggvarafélag Reykjavíkur framkvæmir með tveggja milljón króna styrk og félagið Íslensk grafík með eina og hálfa milljón. Aðrir styrkir nema hæst 1 milljón króna en lægst 158 þúsund krónum.

Hæstu framlög til menningarlífsins í borginni fyrir utan rekstur menningarstofnana hennar, Borgarbóksafns, Borgarsögusafns og Listasafns Reykjavíkur, fara til Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Jafnframt njóta Listahátíð í Reykjavík, Sviðslistamiðstöð í Tjarnarbíói, Sjónlistamiðstöð á Korpúlfsstöðum, Bíó Paradís, og Hönnunarmiðstöð og fleiri sjálfstæðir aðilar húsnæðis- og/eða rekstrarstyrkja.

Heildaryfirlit

STYRKVEITINGAR MENNINGAR-, ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐS ÁRIÐ 2019

Gerðir verði samstarfssamningar vegna áranna  2019 og 2020 við eftirtalda aðila með árlegu framlagi með fyrirvara um samþykki borgarráðs og heimildir í fjárhagsáætlun 2020:

4 m.kr.                   Reykjavík Dance Festival

2 m.kr.                   Myndhöggvarafélag Reykjavíkur – Listhópur Reykjavíkur 2019

2 m.kr.                   ASSITEJ Íslandsdeild alþjóðasamtaka um barnaleikhús

1,5 m kr.                Múlinn jazzklúbbur

1 m.kr.                    Harbinger sýningarrými fyrir myndlist

Styrkir til verkefna árið 2019:

3 m.kr.                    Lókal leiklistarhátíð

2  m.kr.                  Myndhöggvarafélagið í Reykjavík – Sýningin Hjólið II

2 m.kr.                    Pera Óperukollektíf

1,5 m.kr.                Íslensk grafík

1 m.kr.                    Lúðrasveit Reykjavíkur

1 m.kr.                    Lúðrasveit verkalýðsins

1 m.kr.                    Ramkram ljósmyndagallerí

1 m.kr.                    SÍM – Listamessa í Reykjavík

1 m kr.                    SÍM – Mánuður myndlistar

1 m kr.                    Félag um ljósmyndahátíð Íslands

1 m kr.                    Africa-lole Far fest Africa

1 m kr.                    Kvennakórinn Vox Feminae

1 m kr.                    Íslandsdeild IBBY

1 m kr.                    Evrópusamband píanókennara

1 m kr.                    Steinunn Þórarinsdóttir

1 m kr.                    Design Talks

1 m kr.                    20 ára afmæli Hinsegin daga

800.000 kr.          Sigríður Heimisdóttir, Glerlíkaminn

800.000 kr.          Freyja Eilíf Helgudóttir – Ekkisens sýningarrými

800.000 kr.          Alþjóðlega tónlistarakademían

750.000 kr.           Sigurbjartur Sturla Atlason – Haha

750.000 kr.           Sinfóníuhljómsveit áhugamanna

750.000 kr.           Sinfóníuhljómsveit unga fólksins

700.000 kr.           Reykjavík Folk Festival

700.000 kr.           Kátt á Klambra

700.000 kr.           Alþýðuóperan

600.000 kr.          Guðný Guðmundsdóttir - hádegistónleikar

600.000 kr.          Freyjujazz

500.000 kr.          Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar

500.000 kr.          Hala leikhópurinn

500.000 kr.          Handverk og hönnun

500.000 kr.          Camerarctica

500.000 kr.          Klassíski listdansskólinn - Mjóddamamma

500.000 kr.          Kjartan Ólafsson - Eriktíð

500.000 kr.          Börnin tækla tónskáldin

500.000 kr.          Árstíðirnar – tónlistarævintýri fyrir börn

500.000 kr.          Leikfélagið Hugleikur

500.000 kr.          Andrými – Íslenski flautukórinn

500.000 kr.          Ástbjörg Rut Jónsdóttir - Golden Age            

500.000 kr.          Þórunn Lárusdóttir – Konukot

500.000 kr.          Tinna Hrafnsdóttir – Marinetti

500.000 kr.          Hið nýja samfélag og Hannes Hafstein

500.000 kr.          Jóhann Lúðvík Torfason - Húsin við Laugaveg

500.000 kr.          Vignir Rafn Valþórsson - Góða fólkið

500.000 kr.          Ragnheiður Ásgeirsdóttir - Leiklestur í París

500.000 kr.          Halldór Ásgeirsson -  Myndfánar

500.000 kr.          Sigrún Guðmundsdóttir – textíl söfnun

500.000 kr.          Bergljót Arnalds – Perlurnar okkar

500.000 kr.          Ragna Fróðadóttir - Textílráðstefna

500.000 kr.          The last kvöldmáltíð - sviðsverk

500.000 kr.          Olga Sonja Thorarensen - SJÁLFIN

500.000 kr.          Birgir Örn Thoroddsen - Sýnishorn

500.000 kr.          Bergþóra Linda Ægisdóttir - Sónata

430.000 kr.          Iceland Writers Retreat

400.000 kr.          Elfa Lilja Gísladóttir - Upptakturinn

400.000 kr.          Finnur Arnar Arnarsson - Bókin um skúrinn

400.000 kr.          Ragnhildur Ásvaldsdóttir – Í skjóli fyrir vindum

400.000 kr.          Unnur Elísabet Gunnarsdóttir – Ég býð mig fram

400.000 kr.          Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir – Grafískar konur

400.000 kr.          Gerður Sif Ingvarsdóttir – Reykjavik Metal Fest 2019

400.000 kr.          Hringleikur sirkuslistafélag

400.000 kr.          Listvinafélag Hallgrímskirkju

300.000 kr.          Wioleta Anna Ujazdowska - Hidden people

300.000 kr.          Ragnheiður Árnadóttir - Rödd og raf

300.000 kr.          Jón Helgi Þórisson - Landnámsmenning

300.000 kr.          Hallveig Rúnarsdóttir - Jóhannesarpassía

300.000 kr.          Margrét Vilborg Tryggvadóttir - Reykjavík barnanna

300.000 kr.          Kári Kárason Þormar - Brilliant Barrokk

300.000 kr.          Les Fréres Stefson - Snælda

300.000 kr.          Brynja Pétursdóttir - Street dans einvígið

300.000 kr.          Brassband Reykjavíkur

250.000 kr.          Emilía Rós Sigfúsdóttir - Elektra Ensemble

200.000 kr.          Ragnheiður Árnadóttir - Mógil tónleikar

158.000 kr.          Lilja María Ásmundsdóttir - Tónleikar á Myrkum músíkdögum