5 ár frá undirritun Parísarsamkomulagsins

Samgöngur Umhverfi

""

Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar verður haldinn föstudaginn 27. nóvember nk. Í ár eru 5 ár liðin frá því að þjóðir heims undirrituðu Parísarsamkomulagið og settu sér það markmið að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og þá helst nærri 1,5°C.

Dag­skrá:

Fund­ar­stjóri: Erla Tryggva­dótt­ir, vara­formað­ur Festu

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herra

Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir, lofts­lagsakti­visti og í stjórn Arctic Youth Network

Tóm­as N. Möller, formað­ur Festu – mið­stöð um sjálf­bærni og sam­fé­lags­ábyrgð

Hall­dór Þor­geirs­son, formað­ur Lofts­lags­ráðs

Birta Krist­ín Helga­dótt­ir verk­efna­stjóri hjá Græn­vangi

Græn skref fyr­ir alla

Hver er að gera vel?

Inn­sýn í lofts­lags­að­gerð­ir fyr­ir­tækja sem und­ir­rit­að hafa  Lofts­lags­yf­ir­lýs­ing­una. Vörð­ur, Ís­lands­hót­el og Advania.

Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur

Loft­lags­við­ur­kenn­ing Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar 2020

Borg­ar­stjóri af­hend­ir við­ur­kenn­ing­una                             

Stutt kynn­ing á verk­efn­um vinn­ings­hafa 2019

Michel Nevin sendi­herra Bret­lands á Ís­landi COP26 og mik­il­vægi grænna lausna

Í nóv­em­ber 2021 held­ur Bret­land, í sam­starfi við Ítal­íu,  26. lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna (COP26), í Glasgow. Sendi­herra Bret­lands fjall­ar um mik­il­vægi og upp­takt ráð­stefn­unn­ar og áherslu­at­riði bresku for­mennsk­unn­ar.

Í kjölfar þess undirrituðu rúmlega 100 íslensk fyrirtæki og stofnanir Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar og tóku með því skref til að leggja sitt að mörkum þegar kemur að framgangi Parísarsáttmálans. Árið 2019 bættist Akureyrarbær við ásamt rúmlega 20 fyrirtækjum/undirritunaraðilum þaðan. Í dag hafa um 135 fyrirtæki og stofnanir skrifað undir Loftslagsyfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar.

Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar verður haldinn föstudaginn 27. nóvember frá klukkan 9:00 – 11:15 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Vegna samgöngutakmarkana verður fundurinn rafrænn og honum streymt beint á miðla Reykjavíkurborgar og Festu.

Loftslagsfundurinn, sem haldinn er árlega, hefur fest sig í sessi og veitir öllum tækifæri til þess að kynna sér þetta mikilvæga umfjöllunarefni og um leið taka púlsinn á loftslagsmálum. Kynnt verða mikilvæg skref sem stigin hafa verið í málaflokknum, auk þess sem sagt verður frá nýjungum varðandi mælingar, framkvæmdir og nýsköpun tengdum loftslagsmálum. Beint streymi frá fundinum:

Fyrir fundinn, klukkan 8:45, munu þeir aðilar sem á þessu ári hafa skuldbundið sig til að starfa samkvæmt loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar, undirrita hana formlega ásamt Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra.

Dagskrá fundarins

  • Lofts­lags­fund­ur­inn í ár fer fram á net­inu – og verður beint streymi frá Tjarn­ar­sal Ráð­húss Reykja­vík­ur á miðla Reykja­víkur­borg­ar og Festu
  • Skráning á fundinn – skráð­ir fund­ar­gest­ir fá hlekk­inn send­an til sín dag­inn fyr­ir fund
  • Öll vel­kom­in!