21. tbl. Borgarsýnar komið út | Reykjavíkurborg

21. tbl. Borgarsýnar komið út

föstudagur, 23. mars 2018

Blágrænar ofanvatnslausnir, rammaskipulag fyrir Skeifuna og ný sundlaug við Klettaskóla er meðal efnis í nýrri Borgarsýn sem umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar gefur reglulega út. 

  • Hluti af forsíðu Borgarsýnar.
    Hluti af forsíðu Borgarsýnar.

"Í Reykjavík stendur yfir mikið umbreytingarskeið og víðsvegar má byggingar rísa og götur sem taka á sig nýja mynd. Það, sem er kannski minna sýnilegt en þeim mun mikilvægara, er að flest öll umbreytingarskref eru tekin í þágu betra umhverfis enda ætlar Reykjavíkurborg að vera orðin kolefnishlutlaus árið 2040," stendur í leiðara Borgarsýnar að þessu sinni. 

Þéttari byggð ýtir undir vistvænar samgöngur, blönduð byggð tryggir atvinnutæki færi og þjónustu í göngufæri og umbreyting gatna er gjarnan til að bæta aðstæður gangandi og hjólandi. Í innviðum nýrra uppbyggingasvæða er lögð áhersla á blágrænar ofanvatnslausnir sem felast í því að veita ofanvatni á náttúru legan hátt niður í jarðveginn í stað þess að veita því í hefðbundin frá veitu kerfi. Þannig tekst að viðhalda vist vænum vatnabúskap og í leiðinni er hægt að styðja við líffræðilegan fjölbreytileika.

Í Borgarsýn er sagt frá íbúðum Bjargs íbúafélags, grænu bókhaldi fyrir alla borgina, fleiri íbúðum í Árbænum og mörgu fleira. Blaðið er aðgangilegt á netinu og má sjá það hér:

Borgarsýn 21. tbl.

Eldri blöð má sjá hér.