19 umsækjendur um tvær sviðsstjórastöður

Stjórnsýsla

""

Níu umsækjendur sóttu um starf sviðsstjóra mannauðs- og starfsumhverfis og tíu umsækjendur sóttu um starf sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringar. Mannauðs- og starfsumhverfissvið og Fjármála- og áhættustýringarsvið eru ný kjarnasvið sem munu starfa innan nýs stjórnskipulags Reykjavíkurborgar sem tekur gildi 1. júní nk.

Stöðurnar voru auglýstar þann 9. mars sl. og rann umsóknarfrestur út þann 25. mars síðastliðinn.

Umsækjendur um starf sviðsstjóra mannauðs- og starfsumhverfis

Elísabet Einarsdóttir, fjármálastjóri

Hildur Gísladóttir, forstöðumaður

Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri

Jóhanna Rúnarsdóttir, nemi

Kristín Dögg Höskuldsdóttir, mannauðsstjóri

Kristín Helgadóttir, mannauðsstjóri

Lóa Birna Birgisdóttir, deildarstjóri

Sigríður Stefánsdóttir, mannauðsstjóri

Sverrir Hjálmarsson, mannauðsstjóri

 

Umsækjendur um starf sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringar

Arnar Ingi Einarsson, sjóðsstjóri

Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri

Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur

Halldóra Káradóttir, deildarstjóri

Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir, sjálfstætt starfandi

Hrafn Árnason, framkvæmdastjóri

Hrannar Örn Hrannarsson, MBA

Lúðvík Vilhelmsson, sérfræðingur

Sigríður Katrín Kristbjörnsdóttir, fjármálastjóri

Unnur Míla Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri

Nú fer í gang ráðningarferli sem Intellecta heldur utan um í samvinnu við hæfnisnefndir sem borgarráð skipaði. Hæfnisnefndirnar eru skipaðar í samræmi við b. lið 3. gr. reglna um ráðningu borgarráðs í æðstu stjórnendastöður hjá Reykjavíkurborgar, sem eru frá 24. janúar 2019.

Hæfnisnefnd mannauðs og starfsumhverfis:

Hæfnisnefndina skipa Ásta Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Landspítalans, sem jafnframt er formaður, Ómar Einarsson, sviðsstjóri á íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar og Guðrún Ragnarsdóttir, ráðgjafi hjá Strategíu.

Hæfnisnefnd fjármála og áhættustýringar:

Hæfnisnefndina skipa Ágúst Þorbjörnsson, rekstrarráðgjafi, sem jafnframt er formaður, Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar og Helga Hlín Hákonardóttir, ráðgjafi hjá Strategíu.