16 framboð skila inn framboðslistum | Reykjavíkurborg

16 framboð skila inn framboðslistum

föstudagur, 4. maí 2018

Yfirkjörstjórn Reykjavíkur tók við framboðslistum til borgarstjórnarkosninga þann 4. og 5. maí og skiluðu alls 16 framboð framboðslistum.

 • Yfirkjörstjórn að störfum
  Yfirkjörstjórn að störfum
 • Fulltrúar flokkanna sem bjóða fram til borgarstjórnarkosninga bíða eftir að skila inn listum
  Fulltrúar flokkanna sem bjóða fram til borgarstjórnarkosninga bíða eftir að skila inn listum
 • Fulltrúar Alþýðufylkingarinnar á fundi með yfirkjörstjórn
  Fulltrúar Alþýðufylkingarinnar á fundi með yfirkjörstjórn
 • Beðið eftir fundi með yfirkjörstjórn
  Beðið eftir fundi með yfirkjörstjórn
 • Beðið eftir fundi með yfirkjörstjórn
  Beðið eftir fundi með yfirkjörstjórn
 • Beðið eftir fundi með yfirkjörstjórn
  Beðið eftir fundi með yfirkjörstjórn

Alls skiluðu sextán framboð inn framboðslistum. Það eru:

Alþýðufylkingin 
Borgin okkar - Reykjavík
Flokkur fólksins
Framsókn
Frelsisflokkurinn
Höfuðborgarlistinn
Íslenska þjóðfylkingin
Karlalistinn
Kvennahreyfingin
Miðflokkurinn
Píratar
Samfylkingin
Sjálfstæðisflokkurinn
Sósíalistaflokkurinn
Viðreisn
Vinstrihreyfingin - grænt framboð

Yfirkjörstjórn fer yfir alla lista og kannar hvort þeir uppfylli öll skilyrði. Að því loknu verður úrskurðað um gildi framboðslistanna og kjörgengi frambjóðenda.

Meðan kosning fer fram, laugardaginn 26. maí nk., verður aðsetur yfirkjörstjórnar Reykjavíkur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Að kjörfundi loknum fer talning atkvæða fram í Laugardalshöll. Talning er öllum opin meðan húsrúm leyfir.

Nánari upplýsingar má nálgast með því að hafa samband við skrifstofu borgarstjórnar í s. 411-4700 eða með tölvupósti á kosningar@reykjavik.is.