12 verkefni fá styrki skóla- og frístundaráðs

Skóli og frístund

""

Almennir styrkir skóla- og frístundaráðs 2018 munu renna til tólf verkefna, fyrir um tæpar  fimm milljónir króna. Alls bárust 24 umsóknir um styrki.

Hæsta almenna styrkinn fær verkefnið Dans fyrir alla eða  800.000 kr. en það miðar að því að opna rammann um það sem skilgreina má sem dans eða leikhús. Þá fær kynfræðsluverkefnið Pörupiltar  750.000 kr. í styrk og verkefnið Áfram, sem snýr að þjónustu fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku, fær 600.000 kr. styrkl.
Sjá yfirlit yfir almenna styrki skóla- og frístundaráðs 2018.   

Meira um styrki skóla- og frístundaráðs.