1. bekkur fjölmennastur í Laugarnesskóla

Krakkar við skólasetningu Laugarnesskóla 2022.

Grunnskólar Reykjavíkur voru settir í dag og mörg börn því að mæta aftur í sína skóla eftir sumarfrí. Alls eru um 14.560 börn sem hefja nám í grunnskólum borgarinnar þetta skólaárið og mun umferð gangandi og hjólandi barna í kringum skólana aukast eftir því.

Nemendum í Dalskóla hefur fjölgað um 1400 prósent

1.260 börn hefja nám í fyrsta bekk. Langfjölmennasti hópurinn er í Laugarnesskóla þar sem 93 börn eru skráð. Fjölmennustu skólarnir eru sem fyrr Langholtsskóli og Árbæjarskóli með um og yfir 700 nemendur.

Athyglisvert er hversu mikið nemendum hefur fjölgað í Dalskóla í Úlfarsárdal. Þegar skólinn var stofnaður árið 2010 voru 30 nemendur í skólanum en nú eru þar um 450 nemendur.