Viðbygging við Sundhöll Reykjavíkur

Byggð verður viðbygging og útilaugasvæði við Sundhöllina í Reykjavík.
Vinnusvæði: 
Barónsstígur.
 • ""
  Inngangur og aðkoma frá Barónsstíg
 • ""
  Anddyri sundhallar (viðbygging)
 • ""
  Sundhöllin við Barónsstíg
 • ""
  Jarðvinna við viðbyggingu Sundhallarinnar. Maí 2015.
 • ""
  Uppsteypa tæknikjallara og sundlaugarkers. Febrúar 2016
 • ""
  Uppsteypa tæknikjallara og sundlaugarkers. Janúar 2016
 • ""
  Uppsteypa sundlaugasvæðis
 • ""
  Uppsteypa sundlaugasvæðis
 • ""
  Uppsteypa sundlaugar
 • ""
  Útistigi niður á sundlaugasvæði og að útiskýli
 • ""
  Útiskýli
Nánar um verkefnið: 
Um er að ræða viðbyggingu við eina af þekktari byggingum landsins og um leið þá byggingu sem margir telja eina þá bestu frá hendi Guðjóns Samúelssonar.  
 

Viðbygging er 1.140 m² tveggja hæða frambygging við Baróns-stíg og lágbygging sem liggur hornrétt frá henni meðfram suðurlóðarmörkum. Neðri hæð frambyggingar er niðurgrafin við Barónsstíg. Aðalinngangur er næst tengibyggingu. Byggingar meðfram suður-lóðarmörkum mynda, ásamt eldri byggingu og veggjum, skjólgott laugasvæði.

Nýr stigi og lyfta í suðausturhorni núverandi húss tengir innilaug og útilaugarsvæði . Þar verður einnig varðturn með útsýni yfir laugina. Sundlaugarsvæðið er um 750 m². Þar er 25m laug, heitir pottar, kaldur pottur og vaðlaug. Stærð lóðar er um 3.484 m².

Viðbygging við Sundhöll Reykjavíkur v/Barónsstíg er byggð eftir vinningstillögu VA Arkitekta ehf í kjölfar hönnunarsamkeppni sem haldin var árið 2013, ásamt aðlögun að eldra húsi. 

 

Tímaáætlun: 
  Frá Til
     
Forhönnun 2013 2013
Hönnun og áætlanagerð Janúar 2014 Júní 2015
Framkvæmd verks

Apríl  2015

2017

 

Áætluð verklok

2017

 

Hvernig miðar verki?: 

Júní 2017. Unnið er við flísalagnir á heitum og köldum pottum og vaðlaug, verið að fúga á milli flísa. Verið að undirbúa laugaker fyrir flísalögn. Unnið við terrassó á neðri hæð vibyggingar og flísalögn á sturtum og búningsklefum kvenna. Malbikun bílastæða á austur hluta lóðar í gangi og frágangi vagtturns inni. Nýmálun inni hafin.

Apríl 2017  Lokið er við uppsteypu viðbyggingar og frágangi að mestu að utan. Stjórnun og rekstur verktakasamninga varðandi innanhússfrágang viðbyggingar er unnið með Ístaki og  felst verkefnið í því að reka verksamninga við verktaka og efnissala.
Helstu verk í gangi eru pípuagnir, sundlaugakerfi, loftræsing,  raflagnir og smáspennukerfi , innréttingar, gólffrágangur,  múrverk, flísalagnir, stálsmíði, frágangur lóðar o.fl. Verðfyrirspurn varðandi nýmálun inni verður opnuð í lok apríl

Ágúst 2016  Lokið er við uppsteypu viðbyggingar og unnið að fágangi hennar úti.Stjórnun og rekstur verktakasamninga varðandi innanhússfrágang viðbyggingar er unnið með Ístaki og  felst verkefnið í því að reka verksamninga við verktaka og efnissala sem gerðir eru.  Helstu samningar sem eru gerðir eru vegna  pípuagna, sundlaugakerfis, loftræsingar,  raflagna og smáspennukerfis , innréttinga, málunar,  gólffrágangs,  múrverks o.fl.  Verkkaupi sér um undirbúning og gerð útboðs- og samningsgagna í samráði við verktaka. Þegar sundlaugakerfi, múrverk og flísalagnir voru boðin út í vor reyndust tilboð verulega hærri en kostnaðaráætlun og jafnvel bárust engin boð i hluta pípulagna. Ákveðið var að fresta hluta verkþátta til haustsins og sjá til hvernig málin þróuðust. Hönnun - Verið að hanna frágang lóðar og ýmssa frágangsnluti eins og handrið á stiga o.fl.

Júlí 2016 Ólgupottur var steyptur þann 6.7. s.l. og plata yfir tæknikjallara. Stigar og tröppur í undirbúningi.Frárennslislagnir sunnan og austan við nýbyggingu verða lagðar eftir helgi.Múrverk hafið, lokun kónagata og slípun undir múrkerfi.Undirbúningur og mælingar fyrir gluggaísetningar hafin.

Júní 2016 Plata yfir útiklefum steypt. Portveggir og þakkantur á þjónustubyggingu steyptir. Þjónustubygging uppsteypt.Verið að steypa upp veggi í kringum inngang í eldra húsi austanmegin. Jöfnunartankar uppsteyptir í tæknikjallara.Unnið við plötu yfir laugarsvæði, ólgupott og veggi meðfram laugarsvæði.Múrverk utanhúss og ísetningar glugga hefjast í þessum mánuði.

Apríl 2016  Allir veggir á 1.hæð (efri hæð) þjónustubyggingar hafa verið steyptir.Verið að koma fyrir innstreymislögnum undir plötu sundlaugar.
Unnið við skjólvegg við kaldapott. Verið að slá upp veggjum í útiklefum.og upp fyrir þakplötu 1.hæðar í þjónustubyggingu. Búið að fylla að húsi Barónstígsmegin.

Mars 2016 Laugerker var steypt s.l. mánudag.og fyrstu sjónsteypuveggir í þjónstubyggingu. Einnig var kaldipottur steyptur.
Vaðlaug, járn og mót tilbúin fyrir steypu, verið að koma fyrir innsteyptum búnaði.Undirstöður fyrir ólgupott hafa verið steyptar.

Febrúar 2016 Unnið er við uppsteypu tæknirýmis og sundlaugarkers. 

Ágúst  2015 Jarðvinnu við undirstöður viðbyggingar er lokið. Samið hefur verið við Ístak ehf um uppsteypu og stýriverktöku mannvirkisins.

Unnið er að hönnun og miðað er við að fá umhverfisvottun á bygginguna.

 VA, vinnustofa arkitekta, hafa lokið um 90% af heildarhönnun arkitekta og Verkís um 80% af sinni hönnun.

Þann 13. febrúar  2015 heimilaði borgarráð að auglýsa útboð í aðstöðu og jarðvinnu. Unnið er við jarðvinnu og verður henni lokið í byrjun júní. Valdir hafa verið verktakar í lokað útboð og verða tilboð í uppsteypu og frágang úti opnuð um miðjan júní 2015.

 

Kostnaður: 

Kostnaðaráætlun er í milljónum króna

Viðbygging samtals

1.170 mkr

Breytingar og endurbætur á eldra húsnæði

250 mkr

 

Verkkaupi: 
Reykjavíkurborg
Verkefnisstjóri forhönnunar: 
Rúnar Gunnarsson
Verkefnisstjóri hönnunar og áætlanagerðar: 
Guðmundur Pálmi Kristinsson
Verkefnisstjóri framkvæmdar: 
Guðmundur Pálmi Kristinsson
Verktaki: 
Jarðvinna: Karína ehf - Uppsteypa og stýriverktaka: Ístak hf -
Hönnun: 
VA arkitektar - Verkís
Eftirlit: 
VSÓ ráðgjöf ehf
Eftirlitsmaður: 
Ómar Valur Maack
Netfang: 
omar@vso.is
Ábyrgðarmaður þessarar síðu: 
Guðmundur Pálmi Kristinsson
Umsjón með framkvæmdasjá: 
Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

5 + 3 =