Vesturbæjarskóli viðbygging

Byggt verður við skólann viðbyggingu á þremur hæðum. Inniheldur stækkun skólans m.a. breytingu á núverandi leikfimissal og kaffistofu kennara. Í framhaldi verður farið í endurnýjun lóðar.
Vinnusvæði: 
Sólvallagata 67
 • Veggir á 2. hæð
  Veggir á 2. hæð
 • Tröppur á milli hæða
  Tröppur á milli hæða
 • Stækkun á íþróttasal
  Stækkun á íþróttasal
 • Kraninn sem hrundi
  Kraninn sem hrundi
 • Ný tenging stofnlagna í gegnum skólalóð
  Ný tenging stofnlagna í gegnum skólalóð
 • Veggir á 1. hæð
  Veggir á 1. hæð
 • Vinna við stækkun íþróttasalar
  Vinna við stækkun íþróttasalar
 • Niðurbrot veggs til að stækka íþróttasal
  Niðurbrot veggs til að stækka íþróttasal
 • Fluttningur á lögnum vegna stækkunar íþróttasalar
  Fluttningur á lögnum vegna stækkunar íþróttasalar
 • Frá vinstri Guðmundur Arnarson byggingastjóri, Fjalar Hauksson innkaupastjóri, Jón Grétar Höskuldsson staðarstjóri, Ámundi V. Br
  Heimsókn borgarstjóra
 • Lok á íþróttasal
  Íþróttasalur tilbúin til notkunnar
 • Séð í gegnum glugga á nýrri viðbygginu við Vesturbæjarskóla
  Uppsteypa á fullu
 • Veggir komnir upp á 1. hæð í Vesturbæjarskóla
  Veggir komnir upp á 1. hæð í Vesturbæjarskóla
 • Byrjað er að taka plast frá gluggum á 2. hæð
  Byrjað er að taka plast frá gluggum á 2. hæð
Nánar um verkefnið: 
Verkið inniheldur uppsteypu og fullnaðarfrágang á viðbyggingu við Vesturbæjarskóla og breytingu á núverandi leikfimisal og kaffistofu kennara. Vesturbæjarskóli er staðsettur við Sólvallagötu 67, viðbyggingin er staðsett á norðurhluta lóðarinnar að vestanverðu og er inngangur á norðurhlið. Viðbyggingin er 3. hæða. Á jarðhæð er gert ráð fyrir tónlistarkennslu, kennslu og fjölnotasal. Á annari hæð eru kennslustofur og á þriðju er gróðurhús og þakgarður. Breyting á leikfimisal inniheldur stækkun salar, flutning á búningsklefum, klósettum, geymslu og aðstöðu starfsmanna í núverandi byggingu. Einnig er kaffistofa starfsmanna stækkuð. Búið er að girða framkvæmdarsvæðið af og er jarðvinnu að mestu lokið. Stærð viðbyggingar er um 1333 fermetrar. Helstu verkþættir og magntölur eru: • Fylling: 900 m3 • Rif: 1050 m2 • Mót: 2800 m2 • Bendistál: 69000 kg • Steypa: 600 m3 • Kúluplötueiningar: 950 m3 • Stálvirki fyrir gróðurhús: 2600 kg • Frárennslis og neysluvatnslagnir: 1500 m • Rör í steypu plastpípur: 5800 m • Léttir inniveggir: 1000 m2 • Sandspörtlun, slípun og málun steyptra veggja: 1300 m2 • Rykbinding steyptra lofta: 1350 m2 • Niðurhengd kerfisloft: 1400 m2 • Línoleum gólfdúkar: 1140 m2 • Einangrun og múrkerfi útveggja: 800 m2
Tímaáætlun: 
 
Frá Til
Frumathugun
   
Hönnun og áætlanagerð
  01.09.2016
Framkvæmd verks
15.08.2015 15.07.2018

 

Áætluð verklok

júlí 2018

 

Hvernig miðar verki?: 

10.4.2018. Verktaki er á fullu í innivinnu og búin að fá myndmenntastofu afhenta. Smíðavinna, raflagnir, loftræsing ásamt málun komin vel á veg. Einnig er búið að leggja pappa á þak. Vinna við nýja skiptiklefa í íþróttahúsi er nýbyrjuð.

12.2.2018. Verktaki hefur fengið mötuneyti afhent og er byrjaður á rifum. Einnig er innivinna í fullum gangi, veggjauppsláttur, loftræsing, pípulagnir, rafmagn og málun er komin vel á veg.  

27.10.2017. Lokið er við uppsteypu á viðbyggingu og búið er að afhenda íþróttasal

3. ágúst 2017. Búið er að steypa plötu yfir 1. hæð og veggir á annarri hæð eru að byrja að sjást.

7. júní 2017.  Steypuvinna er í gangi ásamt því að byrjað er að stækka íþróttasal, eins og ljósmyndin hér fyrir neðan sýnir. 

Íþróttahús Vesturbæjarskóla

28. apríl 2017 búið er að steypa upp næstum alla sökkla. Einnig er verið að járnabinda plötu og verður hún steypt í maí. Fljótlega ættu veggir að fara að sjást. Lokið er við að rífa að mestu þak og gafl á áhaldageymslu.

Í byrjun maí verður Framnesvegi lokað frá Hringbraut, mun sú lokun gilda út verktímann.

Framkvæmdir hófust í byrjun mars 2017. 

10. janúar 2017 var tilboði Verkís í eftirlit með verkinu tekið.

6. janúar 2017 var tilboði LNS sögu tekið í viðbygginguna og ættu framkvæmdir að hefjast fjótlega. Tilboðið frá þeim var upp á 633.061.595. kr. eða 99,09% af kostnaðaráætlun.

13. desember 2016 voru tilboð í viðbyggingu opnuð.

Á árinu 2016 var farið yfir athugasemdir frá kennurum og foreldrum. 

12.08.2015 tekin skóflustunga að viðbyggingu.

 

Kostnaður: 

Kostnaður 2015

Hönnun, umsjón og eftirlit 53 milljónir

Breytingar á lóð, færsla á stofum og girðingar 10 milljónir

Jarðvinna og afmörkun vinnusvæðis (öryggisgirðingar) 21 milljón

Opinbergjöld og ófyrirséð 36 milljónir

Áætlaður heildar kostnaður 120 milljónir á árinu

Áætlaður heildar kostnaður vegna framkvæmda við viðbyggingu er 720 milljónir.

Verkkaupi: 
Reykjavíkurborg
Verkefnisstjóri frumathugunar: 
Rúnar Gunnarsson
Verkefnisstjóri forhönnunar: 
Rúnar Gunnarsson
Verkefnisstjóri hönnunar og áætlanagerðar: 
Kristjón Jónsson
Verkefnisstjóri framkvæmdar: 
Kristjana Ósk Birgisdóttir
Verktaki: 
Monck Íslandi
Hönnun: 
Teiknistofa Ingimundar Sveinssonar, Verkfræðistofan Víðsjá ehf og Mannvit
Eftirlit: 
Verkís
Eftirlitsmaður: 
Andrés Jónsson
Netfang: 
anj@verkis.is
Ábyrgðarmaður þessarar síðu: 
Kristjana Ósk Birgisdóttir
Umsjón með framkvæmdasjá: 
Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 7 =