Matarmarkaður verður opnaður á Hlemmi sumarið 2017. Gerðar verða nauðsynlegar breytingar í samráði við rekstraraðila. Hlemmur verður áfram opinn fyrir farþega strætó sem og aðra sem leið eiga um, að framkvæmdum loknum.
Vinnusvæði: 
Hlemmur, Laugavegur 107
 • ""
  Hlemmur verður áfram opinn fyrir þá sem bíða eftir strætó
 • ""
  Hlemmur fær aukið aðdráttarafl
 • ""
  Iðandi mannlíf á Hlemmi
 • ""
  Hlemmur
 • ""
  Hlemmur
 • ""
  Hlemmur á góðum degi
Nánar um verkefnið: 
Farþegar strætó munu eins og aðrir njóta góðs af fjölbreyttri og nýrri þjónustu á Hlemmi. Fjöldi aðila mun bjóða upp á mat sem hægt verður að neyta á staðnum eða taka með sér. 
Framkvæmdir við Hlemm felast m.a. í endurnýjun klæðningar á þaki og þakköntum og málun utanhúss og inngangshurðir verða allar endurnýjaðar. Stétt við vesturhlið hús verður breikkuð út í götuna til að skapa aðstöðu fyrir sorpgámaskýli og vörumóttöku.
Innandyra verða allar fyrri innréttingar fjarlægðar og nýjir veggir reistir í samræmi við breytta notkun hússins. Loftræsikerfi, hita- og hreinlætis- og raflagnir allar endurnýjaðar.
Meðan framkvæmdir standa yfir verður hugað að aðstöðu fyrir farþega sem bíða eftir strætó eftir því sem kostur gefst og stefnt er að uppsetningu biðskýlis til bráðabirgða við biðstöð við vesturhlið Hlemms.
 
Farmiðasala Strætó er í verslun 10/11 að Laugavegi 116. Nánari upplýsingar á strætó.is eða í síma 540 2700
Reykjavíkurborg sér um rekstur Hlemms frá 1. janúar 2016. Nánari upplýsingar í síma 411 1111 eða í tölvupósti á upplysingar@reykjavik.is
Nánari upplýsingar um reksturinn er að finna á vefsíðum rekstraraðila:
.
Tímaáætlun: 

Fyrirhuguð framkvæmdaáætlun varðandi breytingar innanhúss hefur breyst þar sem ekki lá fyrir samþykkt byggingarleyfi fyrr en 29. nóvember 2016. 

Framkvæmdir hefjast því ekki við uppbyggingu innanhúss fyrr en í desember 2016 og áætlað að þeim verði lokið í maí 2017.

 

Áætluð verklok

maí 2017

 
Hvernig miðar verki?: 

7. desember 2016:  Endurnýjun þakklæðningar og málun útveggja er lokið. Stétt við vestuhlið hefur verið breikkuð og stefnt er að uppsetningu biðskýlis til bráðabirgða við biðstöð við vesturhlið Hlemms á næstu dögum. Allar innréttinga hafa verið fjarlægðar úr húsinu og verið er að undirbúa lagningu nýrra grunnlagna, en á þeim þarf að gera verulegar breytingar vegna fyrirhugaðra veitingastaða.

 

 

Verkkaupi: 
Reykjavíkurborg
Verkefnisstjóri frumathugunar: 
Rúnar Gunnarsson
Verkefnisstjóri hönnunar og áætlanagerðar: 
Þorkell Jónsson
Verkefnisstjóri framkvæmdar: 
Þorkell Jónsson
Verktaki: 
K16 ehf. byggingaverktaki sér um endurbætur utanhúss
Hönnun: 
Aðaluppdrættir: Helga Gunnarsdóttir arkitekt TGH. Burðarvirki: VSÓ. Rafkerfi: Lota. Loftræsing og lagnir: Mannvit. Brunatækni og hljóðvist: Efla.
Eftirlitsmaður: 
Stefán G. Stefánsson, sími 852 2824
Netfang: 
margretogstefan@simnet.is
Ábyrgðarmaður þessarar síðu: 
Þorkell Jónsson
Umsjón með framkvæmdasjá: 
Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

10 + 0 =