Hafnarstræti endurgerð milli Pósthússtrætis og Tryggvagötu | Reykjavíkurborg

Hafnarstræti endurgerð milli Pósthússtrætis og Tryggvagötu

Verkið felst í endurgerð Hafnarstrætis á milli Pósthússtrætis og Tryggvagötu. Svæðið verður allt hellulagt utan brústeinslagna meðfram húsum og þvert á götu á nokkrum stöðum. Engin bílastæði verða við þennan hluta götunnar utan tvö merkt stæði fyrir fatlaða. Ekki er reiknað með að skipta þurfi um jarðveg í götu, en grafa þarf út fyrir burðarlagi og gróðurbeðum. Fráveita verður endurnýjuð og jafnframt tvöfölduð (skólp/regnvatn). Vatnslagnir verða endurnýjaðar. Endurnýja þarf rafstrengi vegna lýsingar og reisa ljósastólpa. Leggja þarf ídráttarrör fyrir Veitur og Mílu og setja niður tengibrunna. Ekki verður um endurnýjun hitaveitu að ræða í þessu verki og ekki er reiknað með endurnýjun strengja Mílu. Lögð verður snjóbræðsla í allt svæðið. Settur verður upp vatnsskúlptúr með tilheyrandi búnaði
Vinnusvæði: 
Hafnarstræti milli Pósthússtrætis og Tryggvagötu
  • Hafnarstræti séð frá Tryggvagötu
    Hafnarstræti séð frá Tryggvagötu
Tímaáætlun: 
 
Frá Til
Frumathugun
   
Hönnun og áætlanagerð
   
Framkvæmd verks
Apríl 2017 Ágúst 2017

 

Áætluð verklok

Haust 2017

 

Hvernig miðar verki?: 

24. ágúst 2017: Verkinu er nánast lokið. Eftir er að tengja vatnsskúlptúr og minniháttar lagfæringar.

17. febrúar 2017: Verkútboð verður auglýst 18. febrúar.

 

Verkkaupi: 
Reykjavíkurborg
Verkefnisstjóri hönnunar og áætlanagerðar: 
Auður Ólafsdóttir
Verkefnisstjóri framkvæmdar: 
Þór Gunnarsson
Verktaki: 
Grafa og Grjót
Hönnun: 
Landmótun og Hnit
Eftirlit: 
Verkís
Eftirlitsmaður: 
Gísli Geir Jónsson
Netfang: 
ggj@verkis.is
Ábyrgðarmaður vinnusvæðamerkinga: 
Ingólfur Freyr Elmers
Ábyrgðarmaður þessarar síðu: 
Þór Gunnarsson
Umsjón með framkvæmdasjá: 
Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 2 =