Endurnýjun kaldavatnslagnar yfir Kringlumýrarbraut | Reykjavíkurborg

Endurnýjun kaldavatnslagnar yfir Kringlumýrarbraut

Endurnýjun stofnlagnar fyrir kalt vatn frá lokahúsi við Stigahlíð 33A og yfir Kringlumýrarbraut þar sem lögnin verður tengd við núverandi kerfi.
Vinnusvæði: 
Frá Stigahlíð 33A og þvert yfir Kringlumýrarbraut
  • Yfirlitsmynd af framkvæmdasvæði
    Yfirlitsmynd af framkvæmdasvæði
Nánar um verkefnið: 

Tilgangur framkvæmdarinnar er að auka rekstraröryggi  vatnsveitunnar og koma til móts við aukna þörf á köldu vatni í vesturhluta borgarinnar, m.a. til brunavarna. Þessi hluti endurnýjunarinnar mun fara fram á tímabilinu frá ágústlokum og fram í miðjan nóvember.
Grafinn hefur verið skurður frá nýju lokahúsi vatnsveitu við Stigahlíð 33A  og að Kringlumýrarbraut. Þar verða lagðar vatnslagnir sem síðan verður farið með þvert yfir Kringlumýrarbraut þar sem þær verða tengdar við núverandi kerfi.

Fylgjast má með framkvæmdum á vefmyndavél.

Tengt verkefni: Endurnýjun kaldavatnslagnar og raflagnar meðfram Miklubraut

.

 

Tímaáætlun: 

Tímaáætlun fyrir verkið er frá ágústlokum og fram í miðjan nóvember.

Hvernig miðar verki?: 

 

 

Verkkaupi: 
Veitur ohf
Verkefnisstjóri framkvæmdar: 
Benedikt Þór Jakobsson
Verktaki: 
PK verk ehf.
Hönnun: 
Veitur ohf og Verkís ehf.
Eftirlit: 
Mannvit
Eftirlitsmaður: 
Grímur Sigurðsson
Ábyrgðarmaður þessarar síðu: 
Veitur ohf. / Ólöf Snæhólm Baldursdóttir
Umsjón með framkvæmdasjá: 
Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 4 =