Dalskóli Úlfarsárdal, nýbygging | Reykjavíkurborg

Dalskóli Úlfarsárdal, nýbygging

Bygging á samþættum leik- og grunnskóla. Skólinn er hluti af tveggja hæða byggingu sem mun liggja meðfram Úlfarsbraut og mynda keðju byggingarhluta. Þegar byggingunni verður að fullu lokið mun hún hýsa leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili. Leik- og grunnskólinn verða sambyggð við menningarmiðstöð, almenningsbókasafn, innisundlaug, íþróttahús, ásamt útisundlaug.
Vinnusvæði: 
Úlfarsbraut 122 - 124
 • Hönnunarmynd af leik- og grunnskólanum
  Hönnunarmynd af leik- og grunnskólanum
 • Hönnunarmynd af leik- og grunnskólanum
  Hönnunarmynd af leik- og grunnskólanum
 • Hönnunarmynd af leik- og grunnskólanum
  Hönnunarmynd af leik- og grunnskólanum
 • Unnið við uppsteypu grunnskólans. Myndin er tekin í ágúst 2017.
  Unnið við uppsteypu grunnskólans. Myndin er tekin í ágúst 2017.
 • Unnið við uppsteypu grunnskólans. Myndin er tekin í ágúst 2017.
  Unnið við uppsteypu grunnskólans. Myndin er tekin í ágúst 2017.
Nánar um verkefnið: 
Leikskólinn var fyrsti áfangi og var tekinn í notkun í ágústlok 2016 og þá fyrst um sinn notaður fyrir grunnskólanema. Stærð leikskólans er  819 fermetrar og er lóðin við hann einnig frágengin.  Annar áfangi er bygging grunnskóla og frístundaheimilis og verður fyrsti hluti skólans tekinn í notkun haustið 2018. Heildarstærð skólans er  6.582 fermetrar. Framkvæmdir hófust haustið 2015.
 
Á þrívíddarmyndinni hér fyrir neðan má sjá nánar fyrirkomulag skólans, sem og næstu áfanga. Með því að smella á myndina má sjá stærri pdf-útgáfu af henni. 
 
 
Skólabyggingin er í góðum tengslum við íbúabyggð Úlfarsárdals og núverandi byggingu Dalskóla. Á neðri hæð skólans verður inngangur og kennslustofur eldri deilda leikskóla og yngri nemenda skólans. Þar á milli fléttast frístundamiðstöð og vinnuaðstaða kennara. Matsalur og eldhús verða á neðri hæð, næst menningarmiðstöð. Á efri hæð skólans verða skrifstofur og aðstaða starfsfólks, smiðja og nátturvísindastofa ásamt inngangi og kennslustofum eldri nemenda. Þar verður félagsaðstaða unglinga og tónlistarskóli í góðum tengslum við stærsta sal menningarmiðstöðvar. Áætlað er að byggingu grunnskólabyggingar í heild sinni ljúki haustið 2019. Þá tekur uppbygging menningarmiðstöðvar, innisundlaugar og annarrar aðstöðu í Úlfarsárdal. 
 
Dalskóli er hluti af því sem kallað hefur verið „Miðstöð skóla, menningar og íþrótta“ í Úlfarsárdal með fimm skilgreinda áfanga í uppbyggingu. Þeir segja þó ekki til um tímaröð: 
 • 1. áfangi - Leikskóli sem er 819 fermetrar
 • 2. áfangi - Grunnskóli sem er 6.582 fermetrar
 • 3. áfangi - Íþróttamannvirki Fram sem áætluð eru 6.250 fermetrar
 • 4. áfangi - Menningarhús, bókasafn og innisundlaug sem verða 2.890 fermetrar
 • 5. áfangi - Útisundlaug (tæknirými: 150 fermetrar)
Tímaáætlun: 
 
Frá Til
Frumathugun
   
Hönnun og áætlanagerð
apríl 2015 janúar 2016
Framkvæmd verks
ágúst 2015 júlí 2019


Áætluð verklok leikskóla (1. áfangi) voru 1. september 2016 og gengu þau eftir. 

Áætluð verklok 1. hluta 2. áfanga - grunnskólabyggingar er september 2018.

Áætluð verklok grunnskólabyggingar í heild er júlí 2019.

Hvernig miðar verki?: 

30. ágúst 2017:  Framkvæmdir við Dalskóla í Úlfarsárdal ganga vel og gera áætlanir ráð fyrir að fyrsta hluta í uppsteypu leik- og grunnskólans verði lokið í október.

16. ágúst 2017: Opnuð tilboð í innanhússfrágang 2. áfanga og bauð Þarfaþing hf. lægst eða rétt rúmar 1.163 milljónir króna.  Innanhússfrágangi er skipt í þrjá hluta og eru verklok fyrsta hluta í júlí 2018 tímanlega fyrir skólabyrjun um haustið.  Verkskil í heild eru ári síðar eða í júlí 2019.

Nóvember 2016:  Opnuð tilboð í utanhússfrágang 2. áfanga. Samið var við LNS Sögu, samningsupphæð 1.080.448.674.

Kostnaður: 

Kostnaður við byggingu leikskóla er um 600 milljónir kr., en þess ber að geta að hluti af því er sameiginlegur kostnaður vegna heildaruppbyggingar á svæðinu. Meðal annars er það færsla lagna og deiliskipulagsvinna. 

Áætlaður heildarkostnaður við byggingu grunnskólans, það er umsjón, undirbúningur, opinber gjöld, hönnun, framkvæmd húss og lóðar ásamt búnaði  er um 3.870 milljónir kr.

Verkkaupi: 
Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar
Verkefnisstjóri hönnunar og áætlanagerðar: 
Guðmundur Pálmi Kristinsson
Verkefnisstjóri framkvæmdar: 
Indro Indriði Candi
Hönnun: 
VA, vinnustofa arkitekta ehf og VSÓ ráðgjöf
Eftirlit: 
Hnit verkfræðistofa
Eftirlitsmaður: 
Atli Bragason og Hermann Hermannsson
Netfang: 
atlib@hnit.is og hermann@hnit.is

Um starfshóp

Skipan:               

Ámundi Brynjólfsson, umhverfis- og skipulagssviði, formaður;

Rúnar Gunnarsson, umhverfis- og skipulagssviði;

Jón Valgeir Björnsson , skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.

Hlutverk og verkefni:   

Áætlanagerð.  starfshópurinn lætur vinna verkefnisáætlun vegna uppbyggingar og framkvæmda í Úlfarsárdal sem m.a. innifelur:

 • frumkostnaðaráætlun um fjárfestingar- og rekstrarkostnað á grundvelli líftímakostnaðar;
 • hönnunar- og framkvæmdaáætlun;
 • áfangaskiptingu framkvæmda;
 • fjármögnunaráætlun;
 • rekstraráætlun;
 • verkefnarýni/áhættugreiningu
 • deiliskipulag.  Gerir tímaáætlun um og lætur vinna breytingu á núverandi deiliskipulagi á grundvelli niðurstöðu hönnunarsamkeppni í samvinnu við skipulagsfulltrúa;
 • hönnun og framkvæmd.  Hefur yfirumsjón með hönnun og framkvæmd verkefnisins. Stuðst verður við framkvæmdaferla Reykjavíkurborgar með tilheyrandi upplýsingaskyldu og samráði við viðkomandi fagráð og borgarráð;
 • kostnaðargát.  Ber ábyrgð á kostnaðargát vegna verkefnisins í heild.
Ábyrgðarmaður þessarar síðu: 
Indro Indriði Candi
Umsjón með framkvæmdasjá: 
Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

12 + 3 =