Bústaðavegur - hjólastígur milli Háaleitisbrautar og Hörgslands | Reykjavíkurborg

Bústaðavegur - hjólastígur milli Háaleitisbrautar og Hörgslands

Hjólastígur
  • ""
    Hjólastígur meðfram Bústaðavegi.
  • ""
    Hjólastígur meðfram Bústaðavegi - teikning.
Nánar um verkefnið: 

Verk þetta felst í gerð hjólastígs sunnan Bústaðavegar frá Háaleitisbraut að Hörgslandi og þverun gatnamóta með hellulögnum að hluta. Hjólastígurinn verður 2,5 m breiður og malbikaður, en gönguþveranir yfir gatnamót að mestu hellulagðar. Á hluta stígarins á milli Háaleitisbrautar og Eyrarlands þ.e. þar sem stígur liggur á bak við jarðvegsmön verður sett upp lýsing auk þess sem lagður verður háspennustrengur í stígstæði næst Háaleitisbraut. Í gegnum gatnamót verða lögð ídráttarrör á vegum OR og Mílu. Færa þarf til götuvita og bæta við ljósabúnaði fyrir hjólandi og setja upp eða færa skynjara. Við Grensásveg og Réttarholtsveg færast gönguleiðir yfir Bústaðaveg lítillega og þarf að gera breytingar á gönguleiðum í gegnum miðeyjar götunnar vegna þess. Setja þarf upp umferðarskilti og gera yfirborðsmerkingar á stíg og breyta yfirborðsmerkingum á götum í samræmi við nýja hönnun.

Tímaáætlun: 
 
Frá Til
Frumathugun
   
Hönnun og áætlanagerð
Mars 2015 Júní 2015
Framkvæmd verks
Júlí 2015 Október 2015

 

Áætluð verklok

15. október 2015

Hvernig miðar verki?: 

Verkið er lokið.

 

Kostnaður: 

Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdina er 90 milljónir kr.

Verkkaupi: 
Reykjavíkurborg
Verkefnisstjóri hönnunar og áætlanagerðar: 
Kristinn Arnbjörnsson
Verkefnisstjóri framkvæmdar: 
Þór Gunnarsson
Verktaki: 
Gleipnir verktakar ehf.
Hönnun: 
Hnit verkfræðistofa
Eftirlit: 
VSÓ ráðgjöf
Eftirlitsmaður: 
Ásberg K. Ingólfsson
Netfang: 
asberg@vso.is
Ábyrgðarmaður þessarar síðu: 
Kristinn Arnbjörnsson
Umsjón með framkvæmdasjá: 
Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

17 + 0 =