Ártúnshöfði - uppbygging hverfis | Reykjavíkurborg

Ártúnshöfði - uppbygging hverfis

Uppbygging og breytingar á landnýtingu á Ártúnshöfða.
 • Ártúnshöfði mun taka miklum breytingum
  Ártúnshöfði mun taka miklum breytingum
 • ""
  Verðlaunatillaga úr samkeppni um rammaskipulag
 • ""
  Verðlaunatillaga úr samkeppni um rammaskipulag
 • ""
  Verðlaunatillaga lögð yfir kort. Sjá sömu mynd sem pdf skrá undir tengt efni.
Nánar um verkefnið: 
Skipulagshugmyndir úr hugmyndasamkeppni gera ráð fyrir að Ártúnshöfði breytist í blandaða byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis, auk þess sem hverfið mun stækka til norðurs á landfyllingum.

Ellefu þúsund íbúa hverfi

Gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðahúsnæðis og innviða í hverfinu fyrir allt að 11.500 manns. Fjöldi íbúða gæti orðið um 5.100. Meirihluti þeirra eða 4.100 á reitum sem skilgreindir eru fyrir íbúðabyggð, en um þúsund íbúðir yrðu í blandaðri byggð. Uppbyggingin mun tengjast nýrri borgarlínu á samgönguás frá vestri til austurs. Áherslur í hönnun verða á vistvænt borgarhverfi með fólk í fyrirrúmi. 
 
Tímaáætlun: 
Rammaskipulag  - nóv. ´16
Deiliskipulag áfangi 1  - nóv. ´16 > 
Deiliskipulag  áfangi 2  - mar. ´17> 
Deiliskipulag  áfangi 3  - nóv. ´17>
Deiliskipulag  áfangi 4  - ´18+

Áætluð verklok:

Endanleg áætlun liggur ekki fyrir

 
Hvernig miðar verki?: 

22. febrúar 2017

Kynningarfundur um Elliðaárvog og Ártúnshöfða var haldinn  22. febrúar í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.  Gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðahúsnæðis og innviða fyrir allt að 12.600 manns þegar hverfið verður að fullu endurgert í anda þess rammaskipulags sem nú liggur fyrir. Sjá kynningarglærur í frétt af fundinum: Mikill áhugi fyrir Elliðaárvogi og Ártúnshöfða.

 

27. júní 2016 
Fundur með hagsmunaaðilum - kynntar hugmyndir um þróunarfélag

Eftirtaldar kynningar voru fluttar á fundinum þann 27. júní 2016:
 
26. maí 2016:
Á fundi borgarráðs 26. maí 2016 var samþykkt annars vegar að kynna fyrir lóðarhöfum við Elliðaárvog og Ártúnshöfða vinningstillögu úr samkeppni um rammaskipulag og hins vegar hugmynd að stofnun þróunarfélags lóðarhafa með Reykjavíkurborg að samstarfi um uppbyggingu hverfisins eða hluta þess. Í framhaldi af kynningarfundi taki skrifstofa eigna og atvinnuþróunar upp viðræður við lóðarhafa um stofnun þróunarfélags/-félaga og láti m.a. vinna frumkostnaðarmat að uppbyggingu innviða í hverfinu.

Í samþykkt borgarráðs er tekið fram að í viðræðum við lóðarhafa verði byggt á samningsmarkmiðum Reykjavíkurborgar sem samþykkt voru á fundi borgarráðs 27. nóvember 2014. Auk þess verði sett fram samningsmarkmið vegna uppbyggingar samgönguáss og sérákvæði vegna uppbyggingar hverfisins.  Enn fremur skal láta vinna rammaskipulag fyrir allt svæðið sem byggir í meginatriðum á vinningstillögu í hugmyndasamkeppni um rammaskipulag Elliðaárvogs – Ártúnshöfða auk sérstakrar skipulagsforsagnar sem skipulagsfulltrúa er falið að útbúa. Miða skal við að rammaskipulag liggi fyrir eigi síðar en í nóvember nk. Samhliða rammaskipulagsvinnunni verði gerð deiliskipulagstillaga af því svæði sem þróunarfélagið nær til, náist samkomulag um stofnun þess.
.
Verkkaupi: 
Reykjavíkurborg
Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar og Umhverfis- og skipulagssvið vinna að framgangi verkefnisins.
Ábyrgðarmaður þessarar síðu: 
Einar I. Halldórsson
Umsjón með framkvæmdasjá: 
Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 0 =