Fötlun | Reykjavíkurborg
Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar má finna kafla um fötlun
 
Verkefni mannréttindaskrifstofu sem snúa að fötlun má nálgast í aðgerðaráætlun í mannréttindamálum 2018 - 2022
 
Teiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnumTeiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnumTeiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnumTeiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnumTeiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnumTeiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnumTeiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnumTeiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnumTeiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnumTeiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnumTeiknuð mynd eftir Hugleik Dagsson úr mannréttindabæklingnum
 
 
 
 
 
 
 
Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar kemur meðal annars fram að óheimilt sé að mismuna fólki vegna fötlunar og að fötluðu fólki skuli tryggðar aðstæður til að taka virkan þátt í borgarsamfélaginu. Virk þátttaka fatlaðs fólks í samfélaginu teljist til grundvallarmannréttinda og komi öllum til góða.
 
Á mannréttindaskrifstofu starfar sérfræðingur sem sinnir m.a. utanumhaldi um ferlinefnd fatlaðs fólks og notendaráð fatlaðs fólks, vinnur að aðgerðum til að sporna gegn ofbeldi gagnvart fötluðu fólki í tengslum við verkefnið Saman gegn ofbeldi og starfar með starfs- og stýrihópum að stefnumótun og/eða verkefnum hverju sinni sem varða málefni fatlaðs fólks.
 
Hægt er að hafa samband við Tómas Inga Adolfsson vegna frekari upplýsinga um verkefni skrifstofunnar sem varða málefni fatlaðs fólks í gegnum tomas.ingi.adolfsson@reykjavik.is
 
Saman gegn ofbeldi - gagnlegar upplýsingar
 
Hvar get ég leitað hjálpar? Upplýsingar á auðlesnu máli fyrir þolendur ofbeldis.
 
Hvað gerðist? bæklingurinn  Myndrænn bæklingur sem getur nýst fyrir ýmsa hópa fatlaðs fólks til þess að auðvelda það að segja frá ofbeldi. Bæklingurinn á að nýtast til fyrsta samtals þegar grunur vaknar um að ofbeldi hafi átt sér stað. Bæklingurinn hentar til dæmis vel fyrir fólk með þroskahömlun og/eða einhverft fólk. Hér má finna leiðbeiningar um notkun bæklingsins.
 
Aðgerðir til að sporna gegn ofbeldi gagnvart fötluðu fólki. Skýrsla starfshóps sem gerði tillögur að aðgerðum til þess að sporna gegn ofbeldi gagnvart fötluðu fólki. Mannréttindaskrifstofa sinnir framkvæmd aðgerðanna sem taldar eru upp í skýrslunni. Hér er skýrsla starfshópsins á auðlesnu máli
 
Mannréttindaskrifstofa sér einnig um að veita fræðslu um fatlað fólk og ofbeldi. Vegna fyrirspurna um fræðsluna, hafið samband við Tómas Inga Adolfsson,  tomas.ingi.adolfsson@reykjavik.is

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 6 =