Forvarnarsjóður Reykjavíkur | Reykjavíkurborg

Forvarnarsjóður Reykjavíkur

Opið er fyrir umsóknir árið 2018 frá 5, mars á þessum vettvangi, á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is en auglýst er  í helstu dagblöðum fyrstu vikuna í mars. 

Umsóknarfrestur rennur út í lok dags 2. apríl 2018.

  • ""

Almennt um sjóðinn

Tillaga um Forvarnarsjóð Reykjavíkur var samþykkt í borgarráði þann 28. apríl 2011. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að forvörnum og efla félagsauð í hverfum Reykjavíkur. Markmið sjóðsins er að styrkja forvarnarverkefni í samræmi við forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar, annars vegar í einstökum hverfum og hins vegar almennt í borginni. Í forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar er m.a. lögð áhersla á að bæta andlega líðan, heilsu og sjálfsmynd barna og unglinga sem og að draga úr og hindra neikvæða hegðun, svo sem vímuefnaneyslu, ofbeldi og afbrot. Ennfremur er stefnt að öflugu samstarfi þeirra aðila sem koma að málefnum barna og ungmenna í hverfum borgarinnar. Hlutverk sjóðsins er jafnframt að vinna að eflingu félagsauðs og stuðla að hvers kyns framförum í hverfum borgarinnar.

Markmið Forvarnarsjóðs

Markmið Forvarnarsjóðsins er að veita einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til frumkvæðis og nýsköpunar í hverfum borgarinnar.

Úthlutunarreglur Forvarnarsjóð Reykjavíkur.

 

Ferli umsóknar

Allar styrkumsóknir sem ganga þvert á hverfi skulu lagðar fyrir samráðshóp um forvarnir í Reykjavík og til umsagnar og samþykktar í velferðarráði.  Forvarnarverkefni í einstökum hverfum fara fyrir hverfisráð til samþykktar. Allir umsækjendur um styrki úr sjóðnum fá skriflegt svar þegar niðurstöður um úthlutun liggja fyrir.

Umsóknir eru á rafrænu formi á mínum síðum Reykjavíkurborgar (Rafrænu Reykjavík).

Eyðublað fyrir greinargerð um ráðstöfun styrkfjár.

Merki borgarinnar til að setja á kynningarefni.

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur umsjón með sjóðnum.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Nánari upplýsingar veitir Guðlaug Hildur Birgisdóttir, verkefnisstjóri í síma 411 9012, netfang: gudlaug.hildur.birgisdottir@reykjavik.is Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið forvarnarsjodur@reykjavik.is.

Upplýsingar um styrki í einstökum hverfum borgarinnar veita framkvæmdastjórar þjónustumiðstöðvanna.

Hlekkur á nánari upplýsingar um þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar.

Þjónustumiðstöðvar eru sex í hverfum borgarinnar og sinna þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur, sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla, frístundaráðgjöf auk almennrar upplýsingagjafar um starfsemi Reykjavíkurborgar. Þær bera ábyrgð á framkvæmd forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar og þar fer fram faglegt samstarf með áherslu á samþætta þjónustu.

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

9 + 9 =